V I Ð B U R Ð I R
Ljósmynd: Rán Bjargar
Fyrirlestur - Óli Haukur
Frá áhuga að atvinnu: Kraftur ljósmyndunar
Óli Haukur hefur starfað við ljósmyndun frá 2012 en þá ákvað hann hætta í öllu öðru en ljósmyndaverkefnum og skráði sig í ljósmyndanám í Tækniskólanum.
Til að byrja með þá voru verkefnin hefðbundin; fjölskyldumyndir, brúðkaup, arkitektúr o.fl. en það var ekki fyrr en hann var fyrir tilviljun og fyrirvaralaust “sjanghæjaður” til að leiða ljósmyndaferð árið 2013 sem allt breyttist. Lífið fór að snúast um ferðalög og landslagsljósmyndun á Íslandi sem gaf Óla ákveðið frelsi. Bæði var svigrúm til að mynda meira og ferðalögin voru góð og nærandi tilbreyting frá hefðbundnum ljósmyndaverkefnum. Fljótlega þróuðust ferðirnar út í ferða- og landslagsljósmyndun með nýjum áfangastöðum sem byrjaði með Bólivíu, Myanmar og Vietnam, seinna bættust við fleiri áfangastaðir: Kanada, Mongólía og Noregur svo eitthvað sé nefnt.
Samhliða þessum ferðum hefur Óli sinnt persónulegum verkefnum sem hafa verið margskonar, flest hafa þessi verkefni átt það sameiginlegt að snerta mannlega þáttinn á ferðum hans um heiminn. Efnið sem hann hefur birt úr þeim hefur haft einlægan tilgang að vekja fólk til umhugsunar á málefnum sem standa honum nærri svo sem sýruárásir á ungar konur, þá staðreynd að enn fæðast mjög fötluð börn í Vietnam vegna eiturefnaárása í Vietnam stríðinu, aðbúnað gamalmenna og annarra sem minna mega sín í vanþróaðri ríkjum… verkefni sem oft duttu tilviljanakennt í fangið á Óla þegar hann fór að gefa fólkinu á bak við myndina meiri gaum.
Myndavélin vakti áhuga Óla á landslagi, náttúru og ekki síst útiveru en hún gaf honum líka aðgang að lífi fólks, aðgang sem hann hafði ekki upplifað áður. Hann fór að upplifa brennandi áhuga á umhverfinu og fólkinu sem þar finnst. Það varð ekki nóg að eiga mynd af einhverju, hann vildi kafa dýpra. Spurningar hans og samtölin sem upphófust skilaði honum oft á nýjan tökustað því á bakvið augnablik, staka mynd og upplifun, er oft flókin saga. Ljósmyndun skilaði honum ótrúlegum fléttum af lífshlaupi fólks, fólks sem hann hefði ekki annars kynnst.
Á þessum fyrirlestri mun Óli fara yfir ferilinn í máli og myndum, og hvernig honum tókst að gera þetta áhugamál að sýnu helsta lífsviðurværi á tiltölulega stuttum tíma.
Fyrirlesturinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 miðvikudaginn 12. febrúar kl 20:00
Frítt er fyrir félagsmenn en utanfélagsmenn greiða 2000 kr við inngang.
Hér er linkur á viðburðinn á Facebook sem er gott að melda sig til að fá áminningu
Léttar veitingar verða í boði. Hlökkum til að sjá sem flesta!
Vel valin sýnishorn frá ferli Óla Hauks. Við hlökkum til að sjá meira!
Fyrirlestur - Hörður Sveinsson
Hörður verður með geggjaðan fyrirlestur! Nánari upplýsingar síðar
Fyrirlesturinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 miðvikudaginn 12. mars kl 20:00
Frítt er fyrir félagsmenn en utanfélagsmenn greiða 2000 kr við inngang.
Léttar veitingar verða í boði. Hlökkum til að sjá sem flesta!
Vel valin sýnishorn frá ferli Harðar. Við hlökkum til að sjá meira!
Fyrirlestur - Saga Sig
Saga Sig er þekkt fyrir að vera mikill fagurkeri með einstaklega smekklegan og lítríkan stíl. Undanfarin ár hefur hún starfað sem einn vinsælasti ljósmyndari landsins. Þegar hún var búsett í London fyrir átta árum síðan bætti hún myndlistinni inn í líf sitt, tók upp pensilinn og byrjaði að mála. Við hlökkum til að heyra frá Sögu þann 9. apríl
Fyrirlestur - Gígja Einars
Gígju þekkja flestir sem einn af okkar bestu hestaljósmyndurum. Innblástur Gígju kemur frá tengslum hennar við hestana. "Það snýst ekki bara um að fanga líkamlega fegurð þeirra, heldur einnig um að sýna dýpt tilfinninga þeirra og samskipti. Að verða vitni að órættu tungumáli þeirra og því hvernig þeir vafra um heiminn sinn er öflug uppspretta sköpunar og hvatningar í ljósmyndaferð minni. Ég held að það séu forréttindi að koma þessu öllu á framfæri í gegnum linsuna mína og leyfa öðrum að finna fyrir sömu undrun og ég upplifi."
Gígja kemur til okkar þann 10. september 2025 Ekki missa af þessu!
Fyrirlestur - Sigurður Ó.
Siggi ætlar að koma til okkar í nóvember. Nánari upplýsingar síðar
Jólahátíð ljósmyndara 2024
Í ár sameinast Ljósmyndarafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands og halda jólahátíð þar sem öllum ljósmyndurum er boðið. Við vitum að allir eru uppteknir í desember og því höldum við okkur við miðvikudagskvöld svo sem flestir komast, það má alveg skemmta sér á virkum líka! Við ætlum að hittast á veitingahúsi Silla kokks miðvikudaginn 11. des kl 19:00
Fyrirlestur - Kristján Maack
Kristján Maack ljósmyndari ætlar að gera sl. 35 árum skil í máli og myndum og segja frá þeim fjölbreyttu verkefnum og viðfangsefnum sem hann hefur átt við síðan um 1990. Hann segir okkur frá þeirri leið sem hann hefur valið til að komast á þann stað sem hann er á í dag, að sinna sínum eigin viðfangsefnum.
Kristján Maack hefur starfað sem auglýsingaljósmyndari síðastliðin 35 ár og myndað fyrir öll helstu fyrirtæki og auglýsingastofur hérlendis ásamt fjölmörgum erlendum viðskiptavinum.
Kristján lauk BA prófi í auglýsingaljósmyndun í Brooks Institute of Photography í Santa Barbara í Californiu árið 1993 og hefur starfað við ljósmyndun síðan. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga
og hafa endurspeglað tíðarandann á hverjum tíma. Jafnframt störfum sínum fyrir viðskiptavini hefur Kristján alltaf myndað sín eigin verkefni og seríur sem ratað hafa í listasöfn og bækur víða um heim.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Frítt er á viðburðinn fyrir félagsmenn en utanfélagsmenn greiða 2.000 kr með millifærslu á staðnum.
Fyrirlestur - Silja & Rut
Portrettljósmyndun í 40 ár
Næstar í fyrirlestrarröð Ljósmyndarafélags Íslands eru þær Rut Hallgrímsdóttir og Silja Rut Thorlacius og að þessu sinni fer fyrirlesturinn fram í húsakynnum ljósmyndastofu þeirra í Skipholti 31.
Rut Hallgrímsdóttir stofnaði ljósmyndastofuna 1988, en 20 árum seinna eða 2008 byrjaði Silja Rut Thorlacius sem nemi á stofunni og upp frá því hófst þeirra langa samstarf. Silja hefur nú tekið við rekstri stofunnar. Þær stöllur ætla að segja frá ástríðu sinni fyrir ljósmyndun, samstarfi sínu, þróun portrettljósmyndunar á 40 árum og rifja upp skemmtilegar sögur. Létt og skemmtilegt kvöld.
Við erum spennt að heyra frá Rut og Silju sem eru algerar rokkstjörnur í bransanum!
Léttar veitingar í boði og allir ljósmyndarar velkomnir!
Frítt er á viðburðinn fyrir félagsmenn en aðgangseyrir fyrir utanfélagsmenn er 2000 kr. sem greiðist við inngang (með millifærslu)
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Fyrirlestur - Pétur Þór
Næstur í fyrirlestrarröð Ljósmyndarafélags Íslands er Pétur Þór Ragnarsson.
Pétur útskrifaðist úr ljósmyndanámi árið 2013 og kláraði samning hjá Christopher Lund og hef starfað sjálfstætt í ljósmyndun og kvikmyndagerð síðan.
Hann ætlar að stikla á stóru um starfsferilinn sinn í máli og myndum og segja frá ferðalaginu frá ljósmyndinni að hans fyrstu heimildarmynd sem verður frumsýnd á Riff í byrjun október mánaðar. Pétur átti einnig stóran þátt í stuttri heimildarmynd sem var frumsýnd á Skjaldborg í vor og verður nú sýnd í Reykjavík á heimildamyndahátið í Bíó paradís þann 14. september næstkomandi.
Við hlökkum mikið til að heyra í Pétri! Léttar veitingar verða í boði.
Allir ljósmyndarar velkomnir!
Frítt er á viðburðinn fyrir félagsmenn en aðgangseyrir fyrir utanfélagsmenn er 2.000 kr. sem greiðast við inngang.
Fyrirlestur - Árni Sæberg
Næstur í fyrirlestraröð Ljósmyndarafélags Íslands er enginn annar en Árni Sæberg.
Árni er okkur flestum kunnugur sem einn af okkar allra fremstu blaðaljósmyndurum. Hann hefur sinnt öllum helstu fréttaljósmyndaverkefnum hjá Morgunblaðinu síðastliðin 40 ár.
Árni hóf ljósmyndaferil sinn þegar hann starfaði á varðskipi hjá Landhelgisgæslunni árið 1979 en þar kynntist hann skipverja sem iðkaði ljósmyndun um borð. Árni sýndi þessari iðju mannsins mikinn áhuga, fékk að prófa og þar með varð ekki aftur snúið.
Hann hóf svo störf hjá Hans Petersen og vann þar við framköllun. Síðar starfaði hann hjá Sigurði Þorgeirssyni og þvældist um með honum í myndatökum, sem var að sögn Árna góður skóli.
Árið 1983 starfaði Árni sem ljósmyndari á Tímanum, en flutti sig yfir á ljósmyndadeild Morgunblaðsins um ári síðar, þar sem hann hefur starfað óslitið síðan við fréttaljósmyndun. Hann segist hafa lært gríðarlega mikið hjá Morgunblaðinu í öll þessi ár og það séu forréttindi að starfa með með fólkinu þar.
En Árni sinnir líka mikið af persónulegum verkefnum og myndasyrpur hans hafa birst víðsvegar um heiminn. Hann hugsar í myndum, frekar en orðum og verandi lesblindur hentar ljósmyndun Árna sérstaklega vel. Hann er einfari og segist vita fátt betra en að vera einn í náttúrunni með myndavélina.
Á þessum fyrirlestri mun Árni stikla á stóru frá ferli sínum og sýna okkur samansafn af sínum stórkostlegu myndum.
Frítt er inn á viðburðinn fyrir félagsmenn en 2000 kr. fyrir utanfélagsmenn sem greiðist við inngang. Hægt er að greiða með pening eða millifærslu.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Fyrirlestur - Chris Burkard
// English below
Þá er komið að fyrsta fyrirlestri Ljósmyndarafélags Íslands á nýju ári og við byrjum með látum! Chris Burkard ætlar að koma til okkar og segja okkur frá störfum sínum, ást hans á Íslandi og hvernig hann byggði upp farsælan feril sinn sem ljósmyndari.
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Listin að segja sögu - frá samfélagsmiðlum til kvikmynda"
Chris Burkard er amerískur ljósmyndari sem hefur komið víða við og verk hans eru orðin þekkt um allan heim. Hann heillaðist af Íslandi eftir að hafa komið hingað yfir 70 sinnum sem varð svo til þess að hann ákvað að flytja hingað nýlega.
Chris er ekki bara ljósmyndari, heldur einnig landkönnuður, leikstjóri, fyrirlesari og rithöfundur. Chris ferðast allt árið til að sækjast eftir víðáttumiklu landslagi og vinnur að því að fanga sögur sem hvetja fólk til að íhuga samband sitt við náttúruna, en stuðlar í leiðinni að varðveislu villtra staða í heiminum.
Chris er þekktur fyrir myndir sínar af kraftmiklu landslagi. Í gegnum samfélagsmiðla leitast Chris við að deila sýn sinni á þessa staði með milljónum fylgjenda sinna og hvetja fólk til að kanna þá sjálft.
Í þessum fyrirlestri fer hann yfir feril sinn og segir okkur frá mikilvægi frásagnarinnar og hvernig hann deilir list sinni, ekki eingöngu á samfélagsmiðlum heldur einnig á hvíta tjaldinu.
Frítt inn og allir ljósmyndarar velkomnir!
------------------------------------------------------------------
// Chris Burkard - The art of storytelling
An exploration into the art of storytelling from social media to the movie screen.
It's time for our first meeting in the new year and we're starting out with a bang! Chris Burkard will be joining us this time to talk about his adventures, his love for Iceland and how he built his career as a photographer.
Chris Burkard is an American photographer who recently decided to move to Iceland after being captivated by it’s beauty, the culture and the people.
Chris is an accomplished explorer, photographer, creative director, speaker, and author. Traveling throughout the year to pursue the farthest expanses of Earth, Burkard works to capture stories that inspire humans to consider their relationship with nature, while promoting the preservation of wild places everywhere.
Layered by outdoor, travel, adventure, surf, and lifestyle subjects, Burkard is known for images that are punctuated by untamed, powerful landscapes. Through social media, Chris strives to share his vision of wild places with millions of people, and to inspire them to explore for themselves.
We look forward to seeing you there!
All photographers welcome
Jólakvöld ljósmyndara
Næsti viðburður hjá okkur er með jólaívafi!
(lesa neðst - skráning nauðsynleg!)
Við verðum með glæsilegar jólaveitingar og drykki og ætlum að hlusta á ævintýralegan fyrirlestur frá Styrmi og Heiðdísi sem flestir þekkja úr faginu sem ein af okkar bestu brúðkaupsljósmyndurum.
Styrmir & Heiðdís hafa bæði starfað sem ljósmyndarar í rúman áratug en hafa síðan 2015 sérhæft sig í að mynda saman ævintýraleg brúðkaup í náttúru Íslands. Ástfangið fólk hvaðanæva úr heiminum hefur elt þau upp um fjöll og firnindi, jökla og jafnvel virk eldfjöll. Barist með þeim í gegnum úrhellisrigningar, snjóstorma og hávaðarok. Allt til að upplifa eitthvað alveg einstakt á brúðkaupsdaginn sinn og eiga myndirnar til að muna eftir því fyrir lífstíð.
Myndirnar þeirra hafa líka vakið verðskuldaða athygli og þau hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir verk sín og talað á ráðstefnum erlendis. Þau munu fjalla um þennan starfsframa sinn sem þau sköpuðu með því að gera akkúrat það sem fólk sagði þeim ekki að gera; að sérhæfa sig í einni grein ljósmyndunar.
Við hittumst á Hard Rock Café, Lækjargötu 2a í sal á 3. hæð.
Girnilegar jólaveitingar og drykkir í boði. Þú vilt ekki missa af þessu!
Frítt er inn á viðburðinn fyrir félagsmenn LÍ svo nú er rétti tíminn að skrá sig! En utanfélagsmenn greiða aðeins 5.000 kr.
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn hér https://shorturl.at/ozCKL
(bæði félagsmenn og aðrir)
skráningu lýkur á miðnætti þann 11. des!
Fyrirlestur - Sigurður Ó.
Næstur í fyrirlestraröð Ljósmyndarafélags Íslands er Sigurður Ólafur Sigurðsson. Siggi er ljósmyndari að mennt og atvinnu og flestir kannast við myndir hans af leit og björgun.
Siggi hefur starfað við ljósmyndun í 12 ár og rekur lítið stúdíó á Kársnesinu. Hann myndar flest sem kemur upp á borð hans, en hans ær og kýr eru leit og björgun og önnur störf neyðaraðila sem hafa svo leitt til ýmissa spennandi verkefni til fjalla og við erfiðar aðstæður.
Á þessum fyrirlestri segir Siggi okkur frá sinni leið inn í ljósmyndunina og frá 20 ára ferli í leit og björgun. Sögur og áður óséð myndefni úr leitar- og björgunaraðgerðum og starfi neyðaraðila. Sorg og gleði, hættur og öryggi, traust og togstreita, sjálfsefi og siðferðislegar spurningar.
Þessi verður æsispennandi!
Alir velkomnir! Hlökkum til að sjá sem flesta
Fyrirlestur - Eva Ágústa Aradóttir
Ljósmyndun í einhverfu ljósi
Næst í fyrirlestrarröð Ljósmyndarafélags Íslands er Eva Ágústa Aradóttir.
Eva byrjaði að æfa sig í ljósmyndun árið 2004 og lauk svo námi úr Tækniskólanum í Reykjavík jólin 2009 og sveinsprófi í ljósmyndun haustið 2011.
Eva Ágústa er einhverf og trans. Hún hefur séð hvernig minnihlutahópar eiga til að gleymast í ljósmyndun og hefur einblínt á þær hliðar.
Eva mun sýna frá verkefnum í tengslum við hinseginleikann og einhverfu ásamt öðrum verkefnum undanfarin ár.
Fyrirlesturinn fer fram í Húsi atvinnuífsins miðvikudaginn 11. október kl 20:00
Hlökkum til að sjá sem flesta
Fyrirlestur - Arnaldur Halldórsson
Bílar, bíómyndir og allt þar á milli
Þann 6. september n.k. mun Arnaldur Halldórsson flytja okkur fyrirlestur um störf sín sem ljósmyndari. Hann hefur starfað lengi með stórstjörnum innan fagsins og verið fundvís á réttu staðina til ljósmyndunar fyrir stórkvikmyndir og auglýsingatökur. Hann segir okkur frá skemmtilegum atvikum og sýnir okkur myndir frá ferlinum.
Arnaldur hefur einnig sem starfað í auglýsinga-, blaða- og iðnaðarljósmyndun fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og auglýsingastofum landsins.
Arnaldur hefur fengið fjölmörg verkefni frá erlendum auglýsingaljósmyndurum sem og frá sjónvarps- og kvikmyndatökuliðum og starfaði m.a. á setti við gerð þáttanna Game of Thrones.
Hlökkum til að heyra frá Arnaldi og sjá sem flesta á þessum viðburði
Fyrirlestur - María Kjartansdóttir
Ljósmyndun í listrænum verkum
Næst í fyrirlestrarröðinni hjá okkur er María Kjartansdóttir ljósmyndari, listamaður og formaður FÍSL.
María útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2005 (BA) og Glasgow School of Art árið 2007 (MFA). Hún hefur síðan sýnt ljósmyndir sínar og stuttmyndir í yfir sjötíu samsýningum, einkasýningum og listviðburðum víðsvegar um heiminn.
Ásamt því að starfa sem sjálfstæð listakona í Reykjavík er María ein af stofnendum og listrænum stjórnendum fjöllistahópsins Vinnslan www.vinnslan.com þar sem hún hefur undanfarin ár unnið að tilraunakenndum sviðs- og kvikmyndaverkum og viðburðum.
María hefur síðastliðin 10 ár ásamt leikstjóranum Völu Ómarsdóttur og tónlistarmanninum Bigga Hilmars framleitt stuttmyndir, tónlistarmyndbönd og sviðslistarverk undir eigin hatti.
María hefur hlotið fyrstu verðlaun fyrir ljósmyndaseríur sínar hjá Magnum Photos, Ideas Tap og Art Elite Signature Art Prize í London og Helsinki Photo Festival í Finnlandi.
Nýjustu verkefni Maríu eru listræn stjórn, ljósmyndun og vídeó-innsetningar á sviðslistarverkinu Proximity sem framleitt er af VINNSLAN og var frumsýnt í Shakespeare leikhúsinu í Gdansk í Mars 2023. Einnig listræna stuttmyndin Sprungur sem frumsýnd var á RIFF kvikmyndahátíðinni í Reykjavík haust 2022.
Hlökkum til að heyra frá Maríu og sjá sem flesta á þessum spennandi viðburði!
Fyrirlestur - Vilhelm Gunnarsson
Með boltafar í andlitinu og öskubragð í munninum
Næstur í fyrirlestraröð Ljósmyndarafélags Íslands er Vilhelm Gunnarsson sem starfað hefur sem fréttaljósmyndari á Fréttablaðinu og nú Vísi í rúm tuttugu ár.
Hann hefur myndað hina ýmsu merkisviðburði í sögu þjóðarinnar á þessum árum og einnig hefur starfið tekið hann víða um heim.
Vilhelm ætlar á þessum fyrirlestri að sýna myndir frá starfi sínu og segja okkur sögurnar á bakvið myndirnar.
Einnig mun hann sýna okkur vinnsluferlið hjá sér þegar mikið liggur á og deadline nálgast.
Allir ljósmyndarar velkomnir
Sjáumst á þessum spennandi fyrirlestri
Fyrirlestur - Þráinn Kolbeins
Þráinn Kolbeinsson er atvinnuljósmyndari sem hefur eytt miklum tíma í að fylgja og mynda hina ýmsu leiðangra fólks. Allt frá hæsta tindi Íslands til regnskóga Tasmaníu leggur hann ýmislegt á sig til að geta sagt einstakar sögur, ýmist með ljósmyndum eða myndböndum.
Í þessum fyrirlestri mun hann fara yfir undirstöðuatriði þegar kemur að undirbúningi slíkra verkefna. Hvaða nauðsynlega búnað þarf í leiðangrana, allt um tökurnar sjálfar og loks eftirvinnsluna.
Þessu vill enginn missa af!
Fyrirlesturinn er haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 á 1. hæð
Léttar veitingar í boði.
Vinsamlegast meldið komu ykkar
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Fyrirlestur - Björn Árnason
Fyrirlestrarröð Ljósmyndarafélags Íslands heldur áfram og bjóðum við nú til fundar þann 10. janúar kl. 19:00 þar sem við ætlum að hlusta á fyrirlestur með Birni Árnasyni.
Fundurinn er haldinn í sal Reykjavík Design, Síðurmúla 21 (gengið inn frá Selmúla)
Björn Árnason útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum árið 2012 og hefur fyrr og síðar unnið að sínum eigin verkefnum ásamt því að taka að sér verkefni fyrir ýmsa aðila. Hann hefur einnig haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis. Hann mun fara yfir þau verkefni sem hann hefur unnið að undanfarin ár.
Allir ljósmyndarar velkomnir!
Aðalfundur
Aðalfundur, fyrirlestur og vetrardagskrá 15. nóv.
Kæru ljósmyndarar
Stjórn boðar hér með til aðalfundar Ljósmyndarafélags Íslands
þann 15. nóvember n.k. kl. 19:00 í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35.
Venjuleg aðalfundarstörf. Léttar veitingar verða í boði.
Undir liðnum önnur mál munum við kynna vetrardagskrá félagsins sem er framundan og kynna nýstofnaða Ljósmyndamiðstöð Íslands.
Strax að fundi loknum, líklega í kringum 19:45 / 20:00 verður Laufey Ósk Magnúsdóttir svo með umfjöllun og umræður um uppstillingar á fólki (pósur) í fjölskyldumyndatökum.
Kæru ljósmyndarar
Stjórn boðar hér með til aðalfundar Ljósmyndarafélags Íslands þann 15. nóvember n.k. kl. 19:00 í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni. Venjuleg aðalfundarstörf. Léttar veitingar verða í boði.
Undir liðnum önnur mál munum við kynna vetrardagskrá framundan og kynna nýstofnaða Ljósmyndamiðstöð Íslands.
Strax að fundi loknum, líklega í kringum 19:45 / 20:00 verður Laufey Ósk Magnúsdóttir vo með umfjöllun og umræður um uppstillingar á fólki (pósur) í fjölskyldumyndatökum.
Allir ljósmyndarar velkomnir!
Aðeins félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Stjórnarframboð og önnur mál sendist á hansa@si.is .
Dagskrá aðalfundar
Á fundinum verða tekin fyrir eftirfarandi mál, sbr. 7. gr. laga félagsins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Lagabreytingar, ef einhverjar.
4. Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna reikninga skv. 6. grein
5. Kosning í fastanefndir félagsins skv. 8. grein
6. Kosning í menningarsjóð skv. 9. grein
7. Önnur mál
Myndstef - Styrkumsóknir opna 17. júní til og með 17. ágúst 2022
Þann 17. júní opnar fyrir styrkumsóknir til Myndstefs þar sem veittir eru styrkir til myndhöfunda. Umsóknafrestur er út 17. ágúst
LJÓSMYNDASAMKEPPNI - Skilaðu inn myndum fyrir 19 október.
Taktu þátt - Vegleg verðlaun í boði!
Vonandi gefa sér sem flestir tíma um helgina til að velja þrjár góðar myndir og senda okkur.
Það væri svo frábært að geta sýnt á þessarri sýningu það besta sem íslenskir ljósmyndarar (á Íslandi eða annars staðar) eða ljósmyndarar með landfesti á Íslandi eiga.
Photographers based in Iceland more than welcome to participate!
Við óskum eftir myndum frá öllum ljósmyndurum
Stöndum saman og sýnum bestu hliðar stéttarinnar í Hörpu í nóvember
Ljósmyndasýning "The Livelihood of contemporary Chinese"
Meðfylgjandi er boð á ljósmyndasýninguna
"The Livelihood of contemporary Chinese"
Formleg opnun verður þann 11 október í Kringlunni kl. 17.
Sýningin stendur yfirdagana 11 - 18 október n.k.
Sýningin er haldin í tilefni 70 ára afmælis Kínverska alþýðulýðveldissins en sýningin er fyrsta samstarfsverkefni Ljósmyndarafélags Íslands, Kínverska Sendiráðsins á Íslandi og Ljósmyndarafélags Kína. (CPA) í gagnkvæmum menningarlegum samskiptum næstu ára.
Myndir á sýningunni eru teknar af atvinnuljósmyndurum í Kínverska Ljósmyndarafélaginu "China Photographers Association" (CPA). Og sýnir þróun Kínverks samfélags frá fyrri dögum til nútímans.
Við opnun sýningarinnar verður sendinefnd frá Kínverska Ljósmyndarafélaginu. CPA viðstödd.
Það er okkur sönn ánægja að bjóða til þessarar sýningar og veita íslenskum ljósmyndurum tækifæri á að hitta tengiliði við ljósmyndaiðnaðinn í Kína og opna á gagnkvæm tengsl á þessu sviði milli landanna og skoða í leiðinni þær miklu umbreytingar sem orðið hafa á Kínversku samfélagi á þessari ljósmyndasýningu.
FYRIRLESTUR - Einkenni góðrar heimasíðu árið 2019
Við erum öll alltaf að spá í heimasíðum og vitum oft að við gætum gert betur. En tíminn er lítill. Hvaða atriði ættum við að setja í forgang? Hvað er það sem helst einkennir góða og nútímalega vefsíðu? Sigurjón hjá Fúnksjón vefráðgjöf ætlar að hjálpa okkur að finna svör við þessu - allt í boði Ljósmyndarafélagsins. Fyrirlestur sem þú getur mætt á þér að kostnaðarlausu - hvort sem þú ert félagi eða ekki. Um leið munum við aðeins kynna félagið okkar, hvað við gerum, nýlegar lagabreytingar um hverjir geta verið félagar og framtíðarsýn stjórnar fyrir félagið. Hlökkum til að sjá ykkur. Siggi, Laufey, Gummi, Jón, Anton og Styrmir. :)
Tenging // Ljósmyndasýning Maríu Kjartans
Smelltu hér fyrir Facebook - viðburð - allar nánari upplýsingar þar
Opnunartími sýningarinnar:
Alla laugardaga og sunnudaga kl: 14:00 - 17:00 til og með 10. mars 2019.
Burst - Opnun ljósmyndasýningar Íslenska Bromoilfélagsins
Smelltu hér fyrir Facebook - viðburð - allar nánari upplýsingar þar
Ljósmyndasýning Íslenska Bromoilfélagsins, verður opnuð
í Gallerí Korku, Skólavörðustíg 4a, 8.febrúar 2019, kl.18:00 til 23:00.
Sýningin er viðburður á Vetrarhátið Reykjavíkur 2019 og stendur til 21. febrúar.