Kristján Maack ljósmyndari ætlar að gera sl. 35 árum skil í máli og myndum og segja frá þeim fjölbreyttu verkefnum og viðfangsefnum sem hann hefur átt við síðan um 1990. Hann segir okkur frá þeirri leið sem hann hefur valið til að komast á þann stað sem hann er á í dag, að sinna sínum eigin viðfangsefnum.
Kristján Maack hefur starfað sem auglýsingaljósmyndari síðastliðin 35 ár og myndað fyrir öll helstu fyrirtæki og auglýsingastofur hérlendis ásamt fjölmörgum erlendum viðskiptavinum.
Kristján lauk BA prófi í auglýsingaljósmyndun í Brooks Institute of Photography í Santa Barbara í Californiu árið 1993 og hefur starfað við ljósmyndun síðan. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga
og hafa endurspeglað tíðarandann á hverjum tíma. Jafnframt störfum sínum fyrir viðskiptavini hefur Kristján alltaf myndað sín eigin verkefni og seríur sem ratað hafa í listasöfn og bækur víða um heim.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Frítt er á viðburðinn fyrir félagsmenn en utanfélagsmenn greiða 2.000 kr með millifærslu á staðnum.