Federation of European Photographers - FEP
FEP VERLAUNIN 2025
26. APRÍL 2025 - THE LAB STUDIOS - KAUPMANNAHÖFN
FEP, í samstarfi við The Lab Studios, dff Dansk Fotografisk Forening, Dedolight, Neurapix og Photocloud kynna FEP Ljósmyndadag 2025 sem fer fram í The Lab Studios, Kaupmannahöfn.
Með spennandi blöndu af vinnustofum, fyrirlestrum og sýningum frá leiðandi ljósmyndurum og samstarfsaðilum, auk verðlaunaafhendingar fyrir FEP verðlaunin 2025 verður þetta stór dagur fyrir ljósmyndara og ómissandi viðburður fyrir fagið.
Miðar á alla viðburðina eru ókeypis og hægt er að bóka HÉR
ÞRÍR FRÁ ÍSLANDI Í ÚRSLITUM!
Keppendur í úrslitum Federation of European Professional Photographers ljósmyndakeppninnar 2025 hafa verið kynntir og við erum montin, því á meðal þeirra eru 3 ljósmyndarar frá Íslandi sem eru allir í Ljósmyndarafélagi Íslands.
Við óskum okkar fólki Ragnari Visage, Rán Bjargar og Jeroen Van Nieuwenhove innilega til hamingju með frábæran árangur og fylgjumst spennt með.
LJÓSMYNDARAFÉLAG ÍSLANDS ER AÐILI AÐ FEDERATION OF EUROPEAN PHOTOGRAPHERS
Með aðild að Federation of European Photographers (FEP) gefst félögum í Ljósmyndarafélagi Íslands einstakt tækifæri á að vera áhrifamikill partur af stóru samfélagi atvinnuljósmyndara. Taka þátt í árlegri ljósmyndasamkeppni og sækja um viðurkenningu sem Evrópskur ljósmyndari eða margmiðlunar fræðingur.