Back to All Events

Fyrirlestur - Silja & Rut

  • Ljósmyndarafélag Íslands Borgartún 35 Reykjavík (map)

Portrettljósmyndun í 40 ár

Næstar í fyrirlestrarröð Ljósmyndarafélags Íslands eru þær Rut Hallgrímsdóttir og Silja Rut Thorlacius og að þessu sinni fer fyrirlesturinn fram í húsakynnum ljósmyndastofu þeirra í Skipholti 31.

Rut Hallgrímsdóttir stofnaði ljósmyndastofuna 1988, en 20 árum seinna eða 2008 byrjaði Silja Rut Thorlacius sem nemi á stofunni og upp frá því hófst þeirra langa samstarf. Silja hefur nú tekið við rekstri stofunnar. Þær stöllur ætla að segja frá ástríðu sinni fyrir ljósmyndun, samstarfi sínu, þróun portrettljósmyndunar á 40 árum og rifja upp skemmtilegar sögur. Létt og skemmtilegt kvöld.

Við erum spennt að heyra frá Rut og Silju sem eru algerar rokkstjörnur í bransanum!

Léttar veitingar í boði og allir ljósmyndarar velkomnir!
Frítt er á viðburðinn fyrir félagsmenn en aðgangseyrir fyrir utanfélagsmenn er 2000 kr. sem greiðist við inngang (með millifærslu)

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Previous
Previous
September 11

Fyrirlestur - Pétur Þór

Next
Next
November 13

Fyrirlestur - Kristján Maack