Næstur í fyrirlestrarröð Ljósmyndarafélags Íslands er Pétur Þór Ragnarsson.
Pétur útskrifaðist úr ljósmyndanámi árið 2013 og kláraði samning hjá Christopher Lund og hef starfað sjálfstætt í ljósmyndun og kvikmyndagerð síðan.
Hann ætlar að stikla á stóru um starfsferilinn sinn í máli og myndum og segja frá ferðalaginu frá ljósmyndinni að hans fyrstu heimildarmynd sem verður frumsýnd á Riff í byrjun október mánaðar. Pétur átti einnig stóran þátt í stuttri heimildarmynd sem var frumsýnd á Skjaldborg í vor og verður nú sýnd í Reykjavík á heimildamyndahátið í Bíó paradís þann 14. september næstkomandi.
Við hlökkum mikið til að heyra í Pétri! Léttar veitingar verða í boði.
Allir ljósmyndarar velkomnir!
Frítt er á viðburðinn fyrir félagsmenn en aðgangseyrir fyrir utanfélagsmenn er 2.000 kr. sem greiðast við inngang.