Næstur í fyrirlestraröð Ljósmyndarafélags Íslands er Sigurður Ólafur Sigurðsson. Siggi er ljósmyndari að mennt og atvinnu og flestir kannast við myndir hans af leit og björgun.
Siggi hefur starfað við ljósmyndun í 12 ár og rekur lítið stúdíó á Kársnesinu. Hann myndar flest sem kemur upp á borð hans, en hans ær og kýr eru leit og björgun og önnur störf neyðaraðila sem hafa svo leitt til ýmissa spennandi verkefni til fjalla og við erfiðar aðstæður.
Á þessum fyrirlestri segir Siggi okkur frá sinni leið inn í ljósmyndunina og frá 20 ára ferli í leit og björgun. Sögur og áður óséð myndefni úr leitar- og björgunaraðgerðum og starfi neyðaraðila. Sorg og gleði, hættur og öryggi, traust og togstreita, sjálfsefi og siðferðislegar spurningar.
Þessi verður æsispennandi!
Alir velkomnir! Hlökkum til að sjá sem flesta