Back to All Events
Ljósmyndun í einhverfu ljósi
Næst í fyrirlestrarröð Ljósmyndarafélags Íslands er Eva Ágústa Aradóttir.
Eva byrjaði að æfa sig í ljósmyndun árið 2004 og lauk svo námi úr Tækniskólanum í Reykjavík jólin 2009 og sveinsprófi í ljósmyndun haustið 2011.
Eva Ágústa er einhverf og trans. Hún hefur séð hvernig minnihlutahópar eiga til að gleymast í ljósmyndun og hefur einblínt á þær hliðar.
Eva mun sýna frá verkefnum í tengslum við hinseginleikann og einhverfu ásamt öðrum verkefnum undanfarin ár.
Fyrirlesturinn fer fram í Húsi atvinnuífsins miðvikudaginn 11. október kl 20:00
Hlökkum til að sjá sem flesta