Næsti viðburður hjá okkur er með jólaívafi!
(lesa neðst - skráning nauðsynleg!)
Við verðum með glæsilegar jólaveitingar og drykki og ætlum að hlusta á ævintýralegan fyrirlestur frá Styrmi og Heiðdísi sem flestir þekkja úr faginu sem ein af okkar bestu brúðkaupsljósmyndurum.
Styrmir & Heiðdís hafa bæði starfað sem ljósmyndarar í rúman áratug en hafa síðan 2015 sérhæft sig í að mynda saman ævintýraleg brúðkaup í náttúru Íslands. Ástfangið fólk hvaðanæva úr heiminum hefur elt þau upp um fjöll og firnindi, jökla og jafnvel virk eldfjöll. Barist með þeim í gegnum úrhellisrigningar, snjóstorma og hávaðarok. Allt til að upplifa eitthvað alveg einstakt á brúðkaupsdaginn sinn og eiga myndirnar til að muna eftir því fyrir lífstíð.
Myndirnar þeirra hafa líka vakið verðskuldaða athygli og þau hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir verk sín og talað á ráðstefnum erlendis. Þau munu fjalla um þennan starfsframa sinn sem þau sköpuðu með því að gera akkúrat það sem fólk sagði þeim ekki að gera; að sérhæfa sig í einni grein ljósmyndunar.
Við hittumst á Hard Rock Café, Lækjargötu 2a í sal á 3. hæð.
Girnilegar jólaveitingar og drykkir í boði. Þú vilt ekki missa af þessu!
Frítt er inn á viðburðinn fyrir félagsmenn LÍ svo nú er rétti tíminn að skrá sig! En utanfélagsmenn greiða aðeins 5.000 kr.
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn hér https://shorturl.at/ozCKL
(bæði félagsmenn og aðrir)
skráningu lýkur á miðnætti þann 11. des!