Back to All Events

Fyrirlestur - Chris Burkard

  • Ljósmyndarafélag Íslands Borgartún 35 Reykjavík (map)

Listin að segja sögu

// English below

Þá er komið að fyrsta fyrirlestri Ljósmyndarafélags Íslands á nýju ári og við byrjum með látum! Chris Burkard ætlar að koma til okkar og segja okkur frá störfum sínum, ást hans á Íslandi og hvernig hann byggði upp farsælan feril sinn sem ljósmyndari.

Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Listin að segja sögu - frá samfélagsmiðlum til kvikmynda"

Chris Burkard er amerískur ljósmyndari sem hefur komið víða við og verk hans eru orðin þekkt um allan heim. Hann heillaðist af Íslandi eftir að hafa komið hingað yfir 70 sinnum sem varð svo til þess að hann ákvað að flytja hingað nýlega.

Chris er ekki bara ljósmyndari, heldur einnig landkönnuður, leikstjóri, fyrirlesari og rithöfundur. Chris ferðast allt árið til að sækjast eftir víðáttumiklu landslagi og vinnur að því að fanga sögur sem hvetja fólk til að íhuga samband sitt við náttúruna, en stuðlar í leiðinni að varðveislu villtra staða í heiminum.

Chris er þekktur fyrir myndir sínar af kraftmiklu landslagi. Í gegnum samfélagsmiðla leitast Chris við að deila sýn sinni á þessa staði með milljónum fylgjenda sinna og hvetja fólk til að kanna þá sjálft.

Í þessum fyrirlestri fer hann yfir feril sinn og segir okkur frá mikilvægi frásagnarinnar og hvernig hann deilir list sinni, ekki eingöngu á samfélagsmiðlum heldur einnig á hvíta tjaldinu.

Frítt inn og allir ljósmyndarar velkomnir!

------------------------------------------------------------------
// Chris Burkard - The art of storytelling
An exploration into the art of storytelling from social media to the movie screen.

It's time for our first meeting in the new year and we're starting out with a bang! Chris Burkard will be joining us this time to talk about his adventures, his love for Iceland and how he built his career as a photographer.

Chris Burkard is an American photographer who recently decided to move to Iceland after being captivated by it’s beauty, the culture and the people.

Chris is an accomplished explorer, photographer, creative director, speaker, and author. Traveling throughout the year to pursue the farthest expanses of Earth, Burkard works to capture stories that inspire humans to consider their relationship with nature, while promoting the preservation of wild places everywhere.

Layered by outdoor, travel, adventure, surf, and lifestyle subjects, Burkard is known for images that are punctuated by untamed, powerful landscapes. Through social media, Chris strives to share his vision of wild places with millions of people, and to inspire them to explore for themselves.

We look forward to seeing you there!
All photographers welcome

Previous
Previous
December 13

Jólakvöld ljósmyndara

Next
Next
May 8

Fyrirlestur - Árni Sæberg