Back to All Events

Aðalfundur Ljósmyndarafélags Íslands

  • Ljósmyndarafélag Íslands Borgartún 35 Reykjavík (map)

Aðalfundur Ljósmyndarafélags Íslands

Stjórn boðar hér með til aðalfundar Ljósmyndarafélags Íslands þann 14. maí kl. 18:00 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Venjuleg aðalfundarstörf, léttar veitingar, afar spennandi fréttir og mjög áhugaverður fyrirlestur að loknum fundi.

Mikilvægt er að sem flestir félagsmenn mæti og taki þátt á fundum félagsins og missi ekki af spennandi atburðum sem eru á döfinni.

Dagskrá aðalfundar:

Á fundinum verða tekin fyrir eftirfarandi mál, sbr. 7. gr. laga félagsins:

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar félagsins

3. Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna reikninga skv. 6. gr.

4. 100 Ára afmælishátíð

5. FEP (Federation of European Photographers) og mótun landsliðs Ísland í ljósmyndun fyrir heimsmeistarakeppni WPC (World Photographic Cup) 2026

6. Önnur mál

Gert er ráð fyrir að aðalfundur taki um 1 klst og strax að fundi loknum verður Kormákur Máni Hafsteinsson, eða Koxi eins og hann er kallaður með áhugaverðan fyrirlestur.

Aðeins félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Stjórnarframboð og önnur mál sendist á sigurdurhelgi@si.is

Allir ljósmyndarar velkomnir!

Previous
Previous
March 25

Hvernig á að mynda tónlist - viðburður hjá Ofar

Next
Next
May 14

KOXI - Fyrirlestur hjá Ljósmyndarafélaginu