Back to All Events

Augnablik á flugi

  • Ofar 37 Borgartún Reykjavík, Reykjavíkurborg, 105 Iceland (map)

Augnablik á flugi

Canon og Ofar í samstarfi við Fuglavernd standa fyrir afar áhugaverðum viðburði fimmtudaginn 22. maí þar sem ljósmyndarnir Jóhann Óli Hilmarsson og Mia Surakka munu sýna eigin ljósmyndir af fuglum og segja sögurnar á bak við þær.

Canon sérfræðingar hjá Ofar ásamt Anders Sävås, Product Specialist hjá Canon, mun sýna úrval af Canon EOS R myndavélum og RF linsum.

Viðburðurinn fer fram í Ofar, Borgartúni 37. Húsið opnar kl. 19:00 þar sem áhugasamir geta skoðað Canon ljósmyndabúnað og kynningarnar hefjast kl. 19.30.

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig HÉR

Mia Surakka er atvinnuljósmyndari frá Finnlandi sem sérhæfir sig í náttúruljósmyndun, sérstaklega fuglaljósmyndun. Henni finnst náttúruljósmyndun bæði heillandi og krefjandi, þar sem það að ná villtum dýrum í síbreytilegum birtuskilyrðum krefst aðlögunarhæfni og djúprar tengingar við augnablikið. Hún myndar hegðun og svipbrigði fugla og notar oft felubúnað og myndatjöld—svo sem tjöld, felur og jafnvel fljótandi tjöld fyrir vatnafugla. Þetta gerir henni kleift að ná fuglunum í sinni náttúrulegu hegðun, án þess að þeir verði fyrir áhrifum af nærveru manna. Verk Miu hafa verið sýnd víða um Finnland. Hún skrifar greinar og dálka um náttúruljósmyndun og hlaut árið 2023 QEP-viðurkenningu fyrir hæfni sína í villidýraljósmyndun.

Jóhann Óli Hilmarsson hefur myndað fugla í um 50 ár og var hann frumkvöðull í fuglaljósmyndun seint á síðustu öld, áður en stafræna bylgjan skall á. Jóhann Óli er sjálfstætt starfandi fuglafræðingur og náttúruljósmyndari. Hann hefur skrifað fjölda greina um fugla og fuglaskoðun í bækur, blöð og tímarit. Hann er höfundur metsölubókarinnar Íslenskur fuglavísir, bæði mynda og texta og á myndirnar á Fjöruvefnum (fjorulif.is) og fleiri rita um fugla. Jóhann Óli hefur haldið fjölda námskeiða, fyrirlestra og sýninga og myndir hans hafa birst víða um heim. Hann var formaður Fuglaverndar um tveggja áratuga skeið. Jóhann Óli mun sýna valdar myndir úr safni sínu og frá ferlinum.

Previous
Previous
May 14

KOXI - Fyrirlestur hjá Ljósmyndarafélaginu

Next
Next
September 10

GÍGJA EINARS - fyrirlestur hjá Ljósmyndarafélaginu