Back to All Events

Fyrirlestur - Óli Haukur

  • Ljósmyndarafélag Íslands Borgartún 35 Reykjavík (map)

Frá áhuga að atvinnu: Kraftur ljósmyndunar

Óli Haukur hefur starfað við ljósmyndun frá 2012 en þá ákvað hann hætta í öllu öðru en ljósmyndaverkefnum og skráði sig í ljósmyndanám í Tækniskólanum.

Til að byrja með þá voru verkefnin hefðbundin; fjölskyldumyndir, brúðkaup, arkitektúr o.fl. en það var ekki fyrr en hann var fyrir tilviljun og fyrirvaralaust “sjanghæjaður” til að leiða ljósmyndaferð árið 2013 sem allt breyttist. Lífið fór að snúast um ferðalög og landslagsljósmyndun á Íslandi sem gaf Óla ákveðið frelsi. Bæði var svigrúm til að mynda meira og ferðalögin voru góð og nærandi tilbreyting frá hefðbundnum ljósmyndaverkefnum. Fljótlega þróuðust ferðirnar út í ferða- og landslagsljósmyndun með nýjum áfangastöðum sem byrjaði með Bólivíu, Myanmar og Vietnam, seinna bættust við fleiri áfangastaðir: Kanada, Mongólía og Noregur svo eitthvað sé nefnt.

Samhliða þessum ferðum hefur Óli sinnt persónulegum verkefnum sem hafa verið margskonar,  flest hafa þessi verkefni átt það sameiginlegt að snerta mannlega þáttinn á ferðum hans um heiminn.  Efnið sem hann hefur birt úr þeim hefur haft einlægan tilgang að vekja fólk til umhugsunar á málefnum sem standa honum nærri svo sem sýruárásir á ungar konur, þá staðreynd að enn fæðast mjög fötluð börn í Vietnam vegna eiturefnaárása í Vietnam stríðinu, aðbúnað gamalmenna og annarra sem minna mega sín í vanþróaðri ríkjum… verkefni sem oft duttu tilviljanakennt í fangið á Óla þegar hann fór að gefa fólkinu á bak við myndina meiri gaum.

Myndavélin vakti áhuga Óla á landslagi, náttúru og ekki síst útiveru en hún gaf honum líka aðgang að lífi fólks, aðgang sem hann hafði ekki upplifað áður. Hann fór að upplifa brennandi áhuga á umhverfinu og fólkinu sem þar finnst. Það varð ekki nóg að eiga mynd af einhverju, hann vildi kafa dýpra. Spurningar hans og samtölin sem upphófust skilaði honum oft á nýjan tökustað því á bakvið augnablik, staka mynd og upplifun, er oft flókin saga. Ljósmyndun skilaði honum ótrúlegum fléttum af lífshlaupi fólks, fólks sem hann hefði ekki annars kynnst.

Á þessum fyrirlestri mun Óli fara yfir ferilinn í máli og myndum, og hvernig honum tókst að gera þetta áhugamál að sýnu helsta lífsviðurværi á tiltölulega stuttum tíma.

Fyrirlesturinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 miðvikudaginn 12. febrúar kl 20:00
Frítt er fyrir félagsmenn en utanfélagsmenn greiða 2000 kr við inngang.
Hér er linkur á viðburðinn á Facebook sem er gott að melda sig til að fá áminningu

Léttar veitingar verða í boði. Hlökkum til að sjá sem flesta!

Vel valin sýnishorn frá ferli Óla Hauks. Við hlökkum til að sjá meira!

Previous
Previous
December 11

Jólahátíð ljósmyndara 2024

Next
Next
March 12

Fyrirlestur - Hörður Sveinsson