Hörður verður með geggjaðan fyrirlestur! Nánari upplýsingar síðar
Hörður Sveinsson hefur starfað sem ljósmyndari síðustu 20 árin og unnið við allt frá blaðaljósmyndun til auglýsingaljósmyndunar. Síðustu 10 árin hefur hann einnig starfað sem leikstjóri bæði við auglýsingar og leikið efni. Á þessum fyrirlestri mun Hörður fara yfir feril sinn í máli og myndum.
Fyrirlesturinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 miðvikudaginn 12. mars kl 20:00 Frítt er fyrir félagsmenn en utanfélagsmenn greiða 2000 kr við inngang.
Léttar veitingar verða í boði. Hlökkum til að sjá sem flesta!
Vel valin sýnishorn frá ferli Harðar. Við hlökkum til að sjá meira!