Back to All Events
Fyrirlestrarröð Ljósmyndarafélags Íslands heldur áfram og bjóðum við nú til fundar þann 10. janúar kl. 19:00 þar sem við ætlum að hlusta á fyrirlestur með Birni Árnasyni.
Fundurinn er haldinn í sal Reykjavík Design, Síðurmúla 21 (gengið inn frá Selmúla)
Björn Árnason útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum árið 2012 og hefur fyrr og síðar unnið að sínum eigin verkefnum ásamt því að taka að sér verkefni fyrir ýmsa aðila. Hann hefur einnig haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis. Hann mun fara yfir þau verkefni sem hann hefur unnið að undanfarin ár.
Allir ljósmyndarar velkomnir!