Back to All Events

Fyrirlestur - Þráinn Kolbeins

  • Ljósmyndarafélag Íslands Borgartún 35 Reykjavík (map)

Að segja alla söguna

Þráinn Kolbeinsson er atvinnuljósmyndari sem hefur eytt miklum tíma í að fylgja og mynda hina ýmsu leiðangra fólks. Allt frá hæsta tindi Íslands til regnskóga Tasmaníu leggur hann ýmislegt á sig til að geta sagt einstakar sögur, ýmist með ljósmyndum eða myndböndum.

Í þessum fyrirlestri mun hann fara yfir undirstöðuatriði þegar kemur að undirbúningi slíkra verkefna. Hvaða nauðsynlega búnað þarf í leiðangrana, allt um tökurnar sjálfar og loks eftirvinnsluna.

Þessu vill enginn missa af!

Fyrirlesturinn er haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 á 1. hæð
Léttar veitingar í boði.

Vinsamlegast meldið komu ykkar
Hlökkum til að sjá sem flesta!

Previous
Previous
January 10

Fyrirlestur - Björn Árnason

Next
Next
April 12

Fyrirlestur - Vilhelm Gunnarsson