Back to All Events
Með boltafar í andlitinu og öskubragð í munninum
Næstur í fyrirlestraröð Ljósmyndarafélags Íslands er Vilhelm Gunnarsson sem starfað hefur sem fréttaljósmyndari á Fréttablaðinu og nú Vísi í rúm tuttugu ár.
Hann hefur myndað hina ýmsu merkisviðburði í sögu þjóðarinnar á þessum árum og einnig hefur starfið tekið hann víða um heim.
Vilhelm ætlar á þessum fyrirlestri að sýna myndir frá starfi sínu og segja okkur sögurnar á bakvið myndirnar.
Einnig mun hann sýna okkur vinnsluferlið hjá sér þegar mikið liggur á og deadline nálgast.
Allir ljósmyndarar velkomnir
Sjáumst á þessum spennandi fyrirlestri