Síðan 1926 hefur Ljósmyndarafélag Íslands verið vettvangur atvinnuljósmyndara á Íslandi.
Tilgangur félagsins
Ljósmyndarafélagi Íslands er ætlað að vera samvinnuvettvangur allra atvinnuljósmyndara á Íslandi. Í því felst meðal annars að standa fyrir fyrirlestrum og fræðslu, halda sýningar og samkomur fyrir ljósmyndara, standa vörð um atvinnuréttindi, efla samvinnu meðal ljósmyndara og stuðla að heilbrigðri samkeppni á ljósmyndamarkaði á Íslandi. Einnig ber félaginu að vera ráðgefandi fyrir opinbera aðila og aðra þegar kemur að faginu og styðja við menntun og fræðslu. Mikilvægi Ljósmyndarafélags Íslands sem samtakavettvangs atvinnuljósmyndara á Íslandi er síst mikilvægara nú en þegar það var stofnað árið 1926 og á að vera leiðandi afl í ljósmyndun sem faggrein á Íslandi um ókomna tíð.
Okkur ber:
Að vera vettvangur ljósmyndara til að miðla reynslu og þekkingu.
Að styðja við menntun og endurnýjun fagfólks í ljósmyndun á Íslandi.
Að stuðla að upplýstri umræðu um ljósmyndun og ljósmyndatengd málefni.
Að vera bakland atvinnuljósmyndara og samstarfsvettvangur.
Að hafa áhrif á framþróun og farsæld ljósmyndunar sem atvinnugreinar á Íslandi.