STJÓRN LJÓSMYNDARAFÉLAGS ÍSLANDS SKIPA

Guðmundur Viðarsson

Guðmundur (Gummi) er nýkjörinn formaður félagsins á aðalfundi 27. mars 2023. Nam Ljósmyndun við Brooks Institute of Photography í Santa Barbara í Ameríku. Útskrifaðist þaðan 1988 með BA diploma í faginu með sérhæfingu í auglýsingaljósmyndun og litmyndafræði. Með sveinspróf í ljósmyndun og meistararéttindi í faginu. Formaður sveinsprófsnefndar í ljósmyndun, og gætir hagsmuna atvinnuljósmyndara með setu í stjórn Myndstef og Ljósmyndamiðstöðvar Íslands. Sinnir fjölbreyttum ljósmyndaverkefnum alla daga.

ljosmynd@simnet.is / stjorn@ljosmyndarafelag.is


Rán Bjargardóttir

Rán útskrifaðist sem ljósmyndari frá Tækniskólanum vorið 2017 og starfar í eigin rekstri undir nafninu Rán Bjargar. Lengi sérhæfði Rán sig í barna- og fjölskyldumyndatökum en hefur nú alfarið snúið sér að ferða-og landslagsljósmyndun og ljósmyndun tengd kvikmynda-og sjónvarpsþáttaframleiðslu.. Hún ferðast vítt og breitt um landið reglulega og fer nánast aldrei úr gönguskónum orðið.

Heimasíða: www.ranbjargar.com


Ólína Kristín Margeirsdóttir

Ólína er ný í stjórn félagsins. Hún lauk námi í grafískri miðlun haustið 2006 og ljósmyndanámi árið 2007 frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hóf námssamning á ljósmyndastofunni Ásmynd og flutti sig svo yfir á Barna- og fjölskylduljósmyndir um sumarið 2008 sem lauk með sveinsprófi í lok árs 2008.

Opnaði eigin ljósmyndastofu árið 2009 í bílskúrnum við heimili sitt og lengi vel með stúdíóið sitt þar. Fluttist síðan yfir í Þverholt 5 í rúmgott, hlýlegt og þægilegt stúdíó.

Ólína kemur með frábæra þekkingu inní stjórn félagsins og styður við starf félagsins með sínu innsæi.

Heimasíða www.myndo.is


Gunnar Leifur Jónasson

er reynslumikil ljósmyndari og rekur ljósmyndastofuna Barna- og fjölskyldu ljósmyndir/ ljosmyndir.net í Núpalind. Gunnar er maður margra hatta og var fyrir margt löngu formaður Ljósmyndarafélagsins og þekkir bransan út og inn. Öflugur liðsmaður í stjórn félagsins.

Heimasíða: Barna og fjölskylduljósmyndir


Heida Hrönn Björnsdóttir

Heida Hrönn Björnsdóttir starfar undir heitinu Heida HB Photography og er staðsett á höfuðborgarsvæðinu, en er mjög færanleg :-) Hún lærði ljósmyndun í Tækniskólanum og útskrifaðist þaðan 2013. Hún tekur að sér alls kyns verkefni, en mest þó af fermingum, barnamyndatökum, brúðkaupum og öðrum portrait tökum. Heida HB hefur farið á ýmis námskeið í faginu og nú síðast á Ítalíu í brúðkaupsljósmyndun.

Heimasíða: www.heidahb.com

Anna Kristín Scheving

Anna Kristín lærði ljósmyndun í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 2007. Anna Kristín hefur viðað að sér þekkingu með hinum ýmsu námskeiðum í gegnum árin. Hún rekur ljósmyndaþjónustuna Anna Kristín Ljósmyndun og myndar einna helst börn og fjölskyldur en tekur að sér alls kyns ljósmyndaverkefni. Hún er alltaf brosandi og alltaf glöð og hreint út sagt frábær viðbót við okkur hin.

Heimasíða: www.aksljosmyndun.com