VELKOMIN(N) Í LJÓSMYNDARAFÉLAG ÍSLANDS.

Það er okkur sönn ánægja að fá þig í Ljósmyndarafélag Íslands, samfélag atvinnuljósmyndara á Íslandi í 98 ár. Við vonum að þú hafir gagn og gaman af dagskrá félagsins og látir til þín taka á fundum félagsins í framtíðinni. Markmið stjórnar félagsins er að stækka þennan mikilvæga vettvang atvinnuljósmyndara og gera rödd okkar sterkari á sviði faglegrar ljósmyndunar, gæta vel að höfundarétti og margs konar mikilvægum hagsmunamálum stéttarinnar.

Við höldum fundi annan hvern miðvikudag í hverjum mánuði, fyrir utan júní, júlí og ágúst, og hlökkum til að sjá þig. Það er mikilvægt að félagsmenn mæti á fundi til að halda lífi í félaginu. Á þessum fundum eru áhugaverðir fyrirlestrar og svo höldum við bjórkvöld, árshátíðir og fleira.

Við viljum einnig vekja athygli þína á því að okkur vantar alltaf nýja aðila til að starfa með okkur í stjórn eða aðstoða á annan hátt. Svo ef þú hefur áhuga á að starfa í þágu félagsins þá máttu endilega láta okkur vita.

Senn líður að 100 ára afmæli félagsins þann 7. janúar 2026 sem við munum halda upp á á veglegan hátt m.a. með fyrirhugaðri útgáfu bókar um sögu félagsins með einni opnu í bókinni fyrir hvern félagsmann sem er félagsmaður á afmælisárinu.

Á aðalfundi er skýrsla stjórnar flutt og því mikilvægt að mæta á aðalfund og heyra um allt sem á döfinni var á starfsárinu og það sem framundan verður.

Í félaginu hittir þú fyrir reynslumikla ljósmyndara og víkkar reynsluheim þinn í ljósmyndun í samskiptum við aðra félagsmenn.

Hlökkum til að sjá þig og kynnast þér.

Stjórn Ljósmyndarafélags íslands