KONUR Í LJÓSMYNDUN
Frá vinstri: Elísabet Blöndal, Rán Bjargar og Cat Gundry-Beck / Ljósmyndir aðsendar
Canon og Ofar heldu viðburðinn Konur í ljósmyndun þann 6. mars sl. í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. Þar komu fram magnaðar konur og framúrskarandi ljósmyndarar sem héldu fyrirlestur um störf og verk sín. Ljósmyndararnir að þessu sinni voru Elísabet Blöndal, Rán Bjargar og Cat Gundry-Beck
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal er sjálfstætt starfandi ljósmyndari sem leggur áherslu á viðburðarljósmyndun sem og ljósmyndun fyrir markaðsefni fyrirtækja, bæði í auglýsingar og fyrir almannatengsl. Hún tekur einnig að sér fjölskylduljósmyndun og brúðkaup og þá starfar Elísabet töluvert í tískuljósmyndun, vöruljósmyndun o.fl.
Rán Bjargar
Rán Bjargar er ljósmyndari sem sérhæfir sig í landslags- og ferðaljósmyndun, auk ljósmyndunar baksviðs í framleiðsluverkefnum eins og kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Ástríða hennar fyrir því að fanga kjarna sögusagnar, hvort sem það er í gegnum náttúruna, fólk eða augnablik á tökustað, hefur verið grunnurinn að ferli hennar.
Cat Gundry-Beck
Cat Gundry-Beck er fædd og uppalin á Írlandi en hefur búið í Reykjavík sl. sex ár auk þess að ferðast um allan heim. Að mynda fólk á flottum stöðum er hennar sérgrein þar sem hún elskar að hjálpa fyrirtækjum að vaxa með því að skapa áberandi ljósmyndir og myndbönd fyrir vefsíður, auglýsingar og samfélagsmiðla. Cat er líka kennari og heldur fyrirlestra og vinnustofur fyrir háskóla, samtök og hópa.Elísabet Blöndal
Það var fjölmennt á viðburðinn og gríðarlega mikil eftirsókn í ár. Fyrirlesarar voru magnaðar og slógu algjörlega í gegn ásamt Söndru Barilli sem hélt stemmningunni uppi og gerði viðburðinn einstakan.
Við þökkum Canon og Ofar kærlega fyrir að halda þennan frábæra viðburð ár hvert!
“Viðburðurðinn Konur í ljósmyndun er svo sannarlega búinn að festa sig í sessi sem einn af lykil Canon viðburðum ársins enda erum við svo lánsöm að eiga marga framúrskarandi ljósmyndara sem eru tilbúnir að deila sinni reynslu og segja sögur af sinni ljósmyndun,“ segir Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon hjá Ofar.”
Halldór Jón Garðarsson - Vörustjóri Canon
Ljósmyndir frá viðburði: Bernhard Kristinn fyrir Ofar