LJÓSMYNDARAFÉLAG ÍSLANDS

Félag atvinnuljósmyndara á Íslandi

Ljósmyndun og notkun ljósmynda hefur tekið gríðarlegum breytingum með tilkomu stafrænu byltingarinnar. Í ljósi þess hefur aldrei verið meiri þörf á samtali og samvinnu allra sem hafa atvinnu af ljósmyndun með einum eða öðrum hætti. Vettvangurinn fyrir það samtal er Ljósmyndarafélag Íslands sem byggir á yfir 98 ára sögu fagmanna í ljósmyndun.

HVAÐ ER UM AÐ VERA?

Viðburðir framundan

Ljósmyndarafélag Íslands er vaxandi félag með fjölbreytta flóru félagsmanna. Við reynum að halda úti metnaðarfullri dagskrá fyrir félaga okkar og stundum bara alla sem hafa áhuga á ljósmyndun. Við viljum líka vita af öllu ljósmyndatengdu þó að það sé ekki á okkar vegum til að setja hér inn.

Allir viðburðir >

Er eitthvað að gerast?

Ert þú með eða veist þú um einhvern ljósmyndatengdan viðburð sem ætti að vera á dagatalinu okkar? Sendu okkur póst stjorn@ljosmyndarafelag.is og við skellum honum inn.

VILT ÞÚ LÆRA LJÓSMYNDUN?

Ef þú ert að velta fyrir þér að læra ljósmyndun en veist ekki hvar þú átt að byrja þá getum við kannski hjálpað.

Það er trú okkar í Ljósmyndarafélaginu að menntun sé máttur þegar kemur að ljósmyndun og mælum við með því að þeir sem hafa áhuga á því að leggja fyrir sig ljósmyndun sem atvinnu leiti sér menntunar í faginu. Nám er ekki einungis góður grunnur í faglegum vinnubrögðum heldur einnig mikilvægur tími til að finna sinn stað í ljósmyndun, þroska sig sem listamann og handverksmann og síðast en ekki síst til að byggja upp tengslanet í greininni. Það er ágætis byrjun að velja annað hvort iðnskólanám eða háskólanám. Með einföldun má segja að iðnskólanám sé oft tæknilegra meðan háskólanámið sé listrænna þó það sé alls ekki algilt.

En hvað er viðurkennt ljósmyndanám og hvar má sækja sér það? Svör við þessum spurningum og meiri fróðleikur menntun í Ljósmyndun má finna með því að smella hér.

HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?

EOS R1 & EOS R5 Mark II