Sep
6
8:00 PM20:00

„Bílar og bíómyndir og allt þar á milli“

ARNALDUR HALLDÓRSSON

Þann 6. September n.k. mun Arnaldur Halldórsson flytja okkur fyrirlestur um störf sín sem ljósmyndari.

Hann hefur starfað lengi með frægum stjörnum innan fagsins og verið fundvís á réttu staðina fyrir töku stórkvikmynda og auglýsingatökur. Hann segir okkur frá skemmtilegum atvikum og sýnir okkur myndir frá ferlinum.

View Event →
Apr
12
8:00 PM20:00

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari - Fyrirlestraröð Ljósmyndarafélags Íslands

„Með boltafar í andlitinu og öskubragð í munninum“

Þann 12. apríl mun Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari koma til okkar á fyrirlestrakvöld félagsins, með

frásögn af sínum langa ferli á „Deadline“ í 20 ár. Hann segir okkur sögur bak við margar sínar

bestu myndir. Spennandi kvöld, fræðandi upplifun fyrir alla ljósmyndara sem vilja skyggnast inn í heim fréttaljósmyndunar á Íslandi.

View Event →
Nov
15
7:00 PM19:00

Aðalfundur

Aðalfundur, fyrirlestur og vetrardagskrá 15. nóv.

Kæru ljósmyndarar

Stjórn boðar hér með til aðalfundar Ljósmyndarafélags Íslands

þann 15. nóvember n.k. kl. 19:00 í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Venjuleg aðalfundarstörf. Léttar veitingar verða í boði.

Undir liðnum önnur mál munum við kynna vetrardagskrá félagsins sem er framundan og kynna nýstofnaða Ljósmyndamiðstöð Íslands.

Strax að fundi loknum, líklega í kringum 19:45 / 20:00 verður Laufey Ósk Magnúsdóttir svo með umfjöllun og umræður um uppstillingar á fólki (pósur) í fjölskyldumyndatökum.

Allir ljósmyndarar velkomnir! Athugið að aðeins félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

Stjórnarframboð og önnur mál sendist á hansa@si.is .

Dagskrá aðalfundar Á fundinum verða tekin fyrir eftirfarandi mál, sbr. 7. gr. laga félagsins:

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar félagsins

3. Lagabreytingar, ef einhverjar.

4. Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna reikninga skv. 6. grein.

5. Kosning í fastanefndir félagsins skv. 8. grein

6. 7. Kosning í menningarsjóð skv. 9. grein

Önnur mál


Laufey Ósk ljósmyndari formaður LÍ


View Event →
LJÓSMYNDASAMKEPPNI - Skilaðu inn myndum fyrir 19 október.
Oct
19
12:00 AM00:00

LJÓSMYNDASAMKEPPNI - Skilaðu inn myndum fyrir 19 október.

Taktu þátt - Vegleg verðlaun í boði!

Vonandi gefa sér sem flestir tíma um helgina til að velja þrjár góðar myndir og senda okkur.

Það væri svo frábært að geta sýnt á þessarri sýningu það besta sem íslenskir ljósmyndarar (á Íslandi eða annars staðar) eða ljósmyndarar með landfesti á Íslandi eiga.

Photographers based in Iceland more than welcome to participate!

Við óskum eftir myndum frá öllum ljósmyndurum

Stöndum saman og sýnum bestu hliðar stéttarinnar í Hörpu í nóvember

View Event →
Ljósmyndasýning "The Livelihood of contemporary Chinese"
Oct
11
to Oct 18

Ljósmyndasýning "The Livelihood of contemporary Chinese"

Meðfylgjandi er boð á ljósmyndasýninguna

invite.jpg

"The Livelihood of contemporary Chinese"
Formleg opnun verður þann 11 október í Kringlunni kl. 17.


Sýningin stendur yfirdagana 11 - 18 október n.k.
Sýningin er haldin í tilefni 70 ára afmælis Kínverska alþýðulýðveldissins en sýningin er fyrsta samstarfsverkefni Ljósmyndarafélags Íslands, Kínverska Sendiráðsins á Íslandi og Ljósmyndarafélags Kína. (CPA) í gagnkvæmum menningarlegum samskiptum næstu ára.


Myndir á sýningunni eru teknar af atvinnuljósmyndurum í Kínverska Ljósmyndarafélaginu "China Photographers Association" (CPA). Og sýnir þróun Kínverks samfélags frá fyrri dögum til nútímans.
Við opnun sýningarinnar verður sendinefnd frá Kínverska Ljósmyndarafélaginu. CPA viðstödd.


Það er okkur sönn ánægja að bjóða til þessarar sýningar og veita íslenskum ljósmyndurum tækifæri á að hitta tengiliði við ljósmyndaiðnaðinn í Kína og opna á gagnkvæm tengsl á þessu sviði milli landanna og skoða í leiðinni þær miklu umbreytingar sem orðið hafa á Kínversku samfélagi á þessari ljósmyndasýningu.

View Event →
Feb
21
6:00 PM18:00

FYRIRLESTUR - Einkenni góðrar heimasíðu árið 2019

Við erum öll alltaf að spá í heimasíðum og vitum oft að við gætum gert betur. En tíminn er lítill. Hvaða atriði ættum við að setja í forgang? Hvað er það sem helst einkennir góða og nútímalega vefsíðu? Sigurjón hjá Fúnksjón vefráðgjöf ætlar að hjálpa okkur að finna svör við þessu - allt í boði Ljósmyndarafélagsins. Fyrirlestur sem þú getur mætt á þér að kostnaðarlausu - hvort sem þú ert félagi eða ekki. Um leið munum við aðeins kynna félagið okkar, hvað við gerum, nýlegar lagabreytingar um hverjir geta verið félagar og framtíðarsýn stjórnar fyrir félagið. Hlökkum til að sjá ykkur. Siggi, Laufey, Gummi, Jón, Anton og Styrmir. :)

Smelltu hér fyrir facebook - viðburð

View Event →