Ljósmyndasýning félaga í Ljósmyndarafélagi Íslands í Kínverska Sendiráðinu sunnudaginn 28 janúar kl. 13-17 Pantið miða á Facebook síðu Kínverska Sendiráðsins.

SPRAKKAR - er ný sýning á verkum fimm kvenljósmyndara sem standa mun til októberloka.

Sprakki er gamalt íslenskt orð sem þýðir „dugnaðarkona“ eða „kvenskörungur“. Í sögulegu tilliti hefur ljósmyndun verið hluti af yfirráðasvæði karla og það er óheppilegt í heimi þar sem öll ættu að njóta hæfileika sinna.

Einmitt þess vegna er okkur heiður að miðla verkum þessara hæfileikaríku kvenna í íslenskri ljósmyndun. Við viljum nota þetta rými til að beina kastljósi að listsköpun þeirra, sýn og nálgun á umhverfi sitt og landslag.

Sýningin samanstendur af verkum Unnar Magnadóttur, Ásu Steinarsdóttur, Eydísar Maríu Ólafsdóttur, Rakelar Rúnar Garðarsdóttur og Ránar Bjargardóttur. Kíkið endilega til okkar og kynnið ykkur list þessara einstöku ljósmyndara og styðjið við störf kvenna í geiranum.

Unnur, Ása, Eydís, Rakel og Rán munu hver um sig sýna fjórar af sínum bestu ljósmyndum og verða myndirnar einnig til sölu.

Sýningaropnun var fimmtudaginn 5. október í KOFI Gallerí og mun sýningin standa yfir til októberloka.

Við hlökkum til að sjá þig!

- KOFI Gallerí & 66°Norður

 

Rán Bjargar á ferð og flugi

Rán Bjargar félagi og stjórnaraðili félagsins er í flottu viðtali í Morgunblaðinu í dag 18. mars 2023. Smelltu á myndina eða hlekkinn hér fyrir neðan til að lesa.

Morgunblaðið viðtal við Rán Bjargar