HÖRÐUR FÓR UM VÍÐAN VÖLL
Hörður Sveinsson hélt fyrirlestur fyrir Ljósmyndarafélagið á dögunum og fór yfir ferill sinn í máli og myndum. Hörður hefur farið um víðan völl í ljósmyndun og hefur prófað nánast allt! Það var einstaklega gaman að sjá hvað hann hefur brallað með myndavélinni alveg frá upphafi ferils síns og hvar hann er í dag.
Hörður Sveinsson hefur starfað sem ljósmyndari síðustu 20 árin og unnið við allt frá blaðaljósmyndun til auglýsingaljósmyndunar. Síðustu 10 árin hefur hann einnig starfað sem leikstjóri bæði við auglýsingar og leikið efni.
Frábær ljósmyndari með merkilega sögu. Það var vel mætt og þökkum við ykkur kærlega fyrir komuna og Herði fyrir frábæran fyrirlestur.
Meðfylgjandi myndir tók Gunnar Leifur Jónasson þetta kvöld.