FEP VERÐLAUNIN 2025

KAUPMANNAHÖFN - 26. APRÍL 2025

Þann 26. apríl nk. verða verðlaunahafar í FEP keppninni valdir ásamt verðlaunum fyrir European Photographer of the year og Young Photographer of the year. Í ár fer verðlaunaafhendingin fram í Kaupmannahöfn í Danmörku.  
Keppt var í fjölmörgum flokkum og tilkynnt hefur verið um þá sem komust í úrslit, en þrír efstu ljósmyndararnir í hverjum flokki eru verðlaunaðir með brons-, silfur- og gullverðlaunum og þeir sem vinna til gullverðlauna eiga líka möguleika á að verða valdir European Professional Photographer of the Year 2025. Í keppninni Young Photographer of the Year 2025 verða einnig þrír bestu verðlaunaðir með sama hætti.

ÞRÍR FRÁ ÍSLANDI Í ÚRSLITUM

Við erum afar stolt að segja frá því að þrír íslenskir ljósmyndarar komust áfram í úrslitin og eru þau öll félagar í Ljósmyndarafélagi Íslands. Þetta eru þau Ragnar Visage sem keppti í flokknum Reportage / photojournalism, Rán Bjargar sem keppti í flokknum Nature og Jeroen Van Nieuwenhove sem keppti í landslagsflokki. Jeroen verður einnig einn af fyrirlesurum á hátíðinni í ár. Við óskum okkar fólki innilega til hamingju og fylgjumst spennt með hvernig úrslitin ráðast í apríl.

Auk verðlaunafhendingar verður fjölbreytt dagskrá í boði þennan dag með spennandi blöndu af vinnustofum, fyrirlestrum og sýningum frá leiðandi ljósmyndurum og samstarfsaðilum. Þetta verður því stór dagur fyrir ljósmyndara og ómissandi viðburður fyrir fagið okkar.

Miðar á alla viðburði dagsins eru ókeypis og hægt er að bóka HÉR

Ljósmyndarafélag Íslands

Félag atvinnuljósmyndara á Íslandi

http://ljosmyndarafelag.is
Next
Next

HÖRÐUR FÓR UM VÍÐAN VÖLL