LJÓSMYNDAHÁTÍÐ ÍSLANDS

17. -26. janúar 2025

Ljósmynd: Arngrímur Ólafsson

Ljósmyndahátíð Íslands er alþjóðleg ljósmyndahátíð sem haldin er í janúar annað hvert ár. 
Hátíðin var fyrst haldin árið 2012 og þá undir nafninu Ljósmyndadagar. 
Markmið hátíðarinnar er að vinna að framþróun ljósmyndunar sem listforms. Á dagskrá hátíðarinnar eru ljósmyndasýningar með erlendum og íslenskum listamönnum, fyrirlestrar, ljósmyndabókakynningar og ljósmyndarýni.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur skipuleggur ljósmyndarýnina og býður erlendum safnstjórum, sýningastjórum og fagfólki í greininni til landsins.

Samstafsaðilar Ljósmyndahátíðar Íslands 2025 eru: Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Safnahúsið, Gerðarsafn, Hafnarborg, Físl, Grafíksalurinn, Gallery Port, Listamenn Gallerí, Listhús Ófeigs, Gallery Kannski, Fischersund, Á milli, Neskirkja og Berg Contemporary.

Stjórnendur hátíðarinnar eru Katrín Elvarsdóttir og Pétur Thomsen.

Ljósmyndahátíð Íslands er styrkt af Reykjavíkurborg. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna HÉR

Ljósmyndarafélag Íslands

Félag atvinnuljósmyndara á Íslandi

http://ljosmyndarafelag.is
Next
Next

FEP AWARDS 2025 - TAKTU ÞÁTT