FEP AWARDS 2025 - TAKTU ÞÁTT
FEP (Federation of European Photographers) hefur opnað fyrir ljósmyndakeppni fyrir árið 2025. Keppt verður í 12 flokkum. FEP verðlaunin eru opin öllum atvinnuljósmyndurum sem eru skráðir og búsettir í Evrópulandi (eins og skilgreind eru af Evrópuráði), án mismununar á kyni, kynþætti, trú eða þjóðerni. Keppnin er opin jafnt félagsmönnum FEP sem og öðrum.
Ef færsla berst frá ljósmyndara sem er ekki meðlimur í aðildarfélagi FEP áskilur FEP sér rétt til að biðja um sönnun fyrir skráningu þeirra hjá skattyfirvöldum sem atvinnuljósmyndari og verða þeir að sýna virðisaukaskattsskráningarnúmer sitt eða vottorð um atvinnutryggingu, sem verður staðfest af FEP.
Ljósmyndir í keppnina þurfa að berast fyrir 22. janúar 2025
Ljósmyndarafélag Íslands er stoltur aðili að FEP samtökunum og við hvetjum alla til að taka þátt.
Allr upplýsingar um keppnina má finna HÉR