Ljósmyndamiðstöð Ísland stofnuð

Kæru félagar – aldeilis spennandi hlutir að gerast. Endilega lesið!

Í gær, þann 18. október boðaði stjórn Myndstefs, í samvinnu við ljósmyndara með einstaklingsaðild, Ljósmyndarafélag Íslands, Blaðaljósmyndarafélag Íslands og Félags íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL) til opins samstöðufundar ljósmyndara á Íslandi þar sem m.a. eftirfarandi atriði voru rædd:

Af hverju er mikilvægt fyrir ljósmyndara að búa til samstöðuvettvang er varðar höfundaréttindi?:
Sameiginleg höfundaréttindi vegna útlána af opinberum bókasöfnum og Hljóðbókasafni Íslands
Sameiginleg höfundaréttindi vegna afritunar ljósmyndar
Sameiginleg höfundaréttindi vegna ljósritunar í skólum og opinberum stofnunum (Fjölís).
Sameiginleg höfundaréttindi vegna eintakagerðar til einkanota (IHM)
15. og 17. gr. gr DSM tilskipunar (fyrirhugaðir samningar við google, facebook, pinterest ofl).
Samningamál (18.-20. gr. DSM tilskipunarinnar)
Skattamál (fjármagnstekjurskattur)

Í kjölfar fundar var félag formlega stofnað sem fékk nafnið Ljósmyndamiðstöð Íslands. Þetta félag gegnir því hlutverki að vera regnhlífasamtök fyrir ljósmyndara sem hafa atvinnu og/eða tekjur af ljósmyndun, bæði faglærða og ófaglærða.
Þarna sameinumst við öll!

Verið er að stofna félagið hjá RSK í þessum töluðu orðum og koma upp heimasíðu en einnig hefur verið stofnaður Facebook hópur sem þið megið endilega skoða hér og gerast meðlimir í https://www.facebook.com/groups/2262891447200724
Þar má lesa nánar um tilgang félagsins.
Fyrsti aðalfundur þessa félags verður haldinn 26. janúar kl 17:00 sem verður nánar auglýstur síðar.

Ljósmyndarar starfa á fjölbreyttan og ólíkan máta, með mismunandi áherslur, sérþekkingu og miðla.
Það eru þó ákveðin atriði sem eiga við alla ljósmyndara, og það er m.a. höfundaréttur. Sá réttur er mikilvægur lögbundinn réttur sem gildir í 70 ár frá andláti höfunda.

Það hefur þótt vantað samráðs-og samstöðuvettvang allra ljósmyndara á Íslandi þar sem hægt er að fjalla um, mynda samstöðu um og berjast fyrir sameiginlegum réttindum og áherslum.
Nú eru fyrirætlanir að reyna að búa til slíkan vettvang, með aðstoð Myndstefs (höfundaréttarsamtökum sjónlistamanna).

Stjórn Myndstefs, í samvinnu við ljósmyndara með einstaklingsaðild, Ljósmyndarafélag Íslands og Félags íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL), boða því til opins samstöðufundar ljósmyndara á Íslandi.
Fundurinn fer fram í salnum Fenjarými (1. hæð) í Grósku í Vatnsmýrinni (Bjargargötu 1, 102 Reykjavík).

Forkonur Ljósmyndarafélagsins og FÍSL munu opna fundinn. Harpa Fönn lögfræðingur Myndstefs, og Aðalheiður Dögg, framkvæmdastýra, munu sjá um fundarstjórn og kynningar. Umræður verða að loknum stuttum erindum. Markmið fundarins er að skoða möguleikann á að skapa samstöðuvettvang allra ljósmyndara á Íslandi, óháð fagfélagi og bakgrunni.

Þau stuttu erindi sem verða kynnt eru:
Af hverju er mikilvægt fyrir ljósmyndara að búa til samstöðuvettvang er varðar höfundaréttindi?:
Sameiginleg höfundaréttindi vegna útlána af opinberum bókasöfnum og Hljóðbókasafni Íslands
Sameiginleg höfundaréttindi vegna afritunar ljósmyndar
Sameiginleg höfundaréttindi vegna ljósritunar í skólum og opinberum stofnunum (Fjölís).
Sameiginleg höfundaréttindi vegna eintakagerðar til einkanota (IHM)
15. og 17. gr. gr DSM tilskipunar (fyrirhugaðir samningar við google, facebook, pinterest ofl).
Samningamál (18.-20. gr. DSM tilskipunarinnar)
Skattamál (fjármagnstekjurskattur)

Frá upphafsfundi Ljósmyndamiðstöðvar Íslands Ljósm. Guðmundur Viðarsson

Ljósmyndarafélag Íslands

Félag atvinnuljósmyndara á Íslandi

http://ljosmyndarafelag.is
Previous
Previous

Aðalfundur og fyrirlestur

Next
Next

Við erum 95 ára!