Við erum 95 ára!

Þann 13. maí stóð Ljósmyndarafélag Íslands fyrir málþingi og árshátíð í Hörpu í tilefni 95 ára afmælis félagsins.

Málþing og árshátíð ljósmyndara var haldið í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 13. maí í tilefni af 95 ára afmæli Ljósmyndarafélags Íslands. Við þökkum fyrirlesurum og gestum kærlega fyrir upplifun dagsins. Fyrirlesarar á málþinginu voru Rán Bjargardóttir, Kári Sverris, Gunnar Svanberg og Kristín María. Um kvöldið var svo haldið til árshátíðar ljósmyndara og nutum við vel samveru í ótrúlega flottri kvöldbirtu og sólarlagi sem helltist yfir okkur við borðhaldið. Skemmtiatriði, tónlist og söngur.

Takk fyrir frábæra samverustund í Hörpu!

Ljósmyndir frá viðburði: Anton Bjarni Alfreðsson og ýmsar símamyndir frá gestum

Ljósmyndarafélag Íslands

Félag atvinnuljósmyndara á Íslandi

http://ljosmyndarafelag.is
Previous
Previous

Ljósmyndamiðstöð Ísland stofnuð

Next
Next

Samnorræn ljósmyndasýning