Aðalfundur og fyrirlestur

Kæru ljósmyndarar
Stjórn boðar hér með til aðalfundar Ljósmyndarafélags Íslands þann 15. nóvember n.k. kl. 19:00 í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni. Venjuleg aðalfundarstörf. Léttar veitingar verða í boði.

Undir liðnum önnur mál munum við kynna vetrardagskrá framundan og kynna nýstofnaða Ljósmyndamiðstöð Íslands.
Strax að fundi loknum, líklega í kringum 19:45 / 20:00 verður Laufey Ósk Magnúsdóttir vo með umfjöllun og umræður um uppstillingar á fólki (pósur) í fjölskyldumyndatökum.
Allir ljósmyndarar velkomnir!

Aðeins félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Stjórnarframboð og önnur mál sendist á hansa@si.is .

Dagskrá aðalfundar
Á fundinum verða tekin fyrir eftirfarandi mál, sbr. 7. gr. laga félagsins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Lagabreytingar, ef einhverjar.
4. Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna reikninga skv. 6. grein
5. Kosning í fastanefndir félagsins skv. 8. grein
6. Kosning í menningarsjóð skv. 9. grein
7. Önnur mál

Ljósmyndarafélag Íslands

Félag atvinnuljósmyndara á Íslandi

http://ljosmyndarafelag.is
Previous
Previous

Fyrirlestur - Keli

Next
Next

Ljósmyndamiðstöð Ísland stofnuð