Nýsveinahóf

Sveinspróf í ljósmyndun fór fram vikuna 14. - 18. október sl. Tveir nemar þreyttu prófið að þessu sinni þau, Karen Björk Wiencke og Sverrir H. Geirmundsson.

Iðan fræðslusetur hélt nýsveinahóf, þann 19. nóvember á Hilton Nordica hótelinu, þar sem öllum sveinsprófsnemum, í öllum iðngreinum sem tóku sveinspróf, voru veitt sveinsbréfin sín við hátíðlega athöfn. Ljósmyndarafélag Íslands veitti nemum í ljósmyndun viðurkenningu fyrir góðan árangur að venju. Nemarnir voru leystir út með bókagjöf, ársaðild að félaginu, aðild að Myndstef og gjafabréfi frá Iðan Fræðslusetur. Á meðfylgjandi mynd má sjá sveinsprófsnema í ljósmyndun frá athöfninni ásamt formanni sveinsprófnefndar Guðmundi Viðarssyni.

Félagið óskar nemunum innilega til hamingju með árangurinn.

Ljósmynd: Gunnar Leifur Jónasson

Ljósmyndarafélag Íslands

Félag atvinnuljósmyndara á Íslandi

http://ljosmyndarafelag.is
Previous
Previous

Stuð á jólahátíð ljósmyndara

Next
Next

Jólahátíð ljósmyndara