Jólahátíð ljósmyndara
ATH skráning nauðsynleg!
Í ár sameinast Ljósmyndarafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands og halda jólahátíð þar sem öllum ljósmyndurum er boðið. Við vitum að allir eru uppteknir í desember og því höldum við okkur við miðvikudagskvöld svo sem flestir komast, það má alveg skemmta sér á virkum líka! Við ætlum að hittast á veitingahúsi Silla kokks miðvikudaginn 11. des kl 19:00 og hvetjum alla ljósmyndara til að koma og skemmta sér saman, en hjá Silla og frú er boðið upp á 3 pílubrautir sem munu gera kvöldið enn skemmtilegra með keppni milli ljósmyndara. Ekki spillir fyrir að hjá Silla er hægt að fá ódýrustu kokteila og bjóra í bænum. Rúsínan í pylsuendanum er svo fyrirlestur frá Jeroen Van Nieuwenhove og geggjað happdrætti með veglegum vinningum frá vildarvinum félaganna. Við hvetjum alla til að mæta, skemmta sér smá saman og styrkja tengslanetið.
Forréttir:
Graflax með sinnepssósu
Krabbi og rækjur í sweetchilli
Gæsalifrakæfa í púrtvínshjúp
Villibráðapaté með hindberjasósu
Appelsínugrafið dádýr með parmesan-trufflu balsamik og appelsínu
Aðalréttir:
Purusteik
Kalkúnabringur
Meðlæti:
Sykurbrúnaðar kartöflur
Heimalagað rauðkál
Maís
Rótargrænmeti
Villisveppasósa
Eftirréttur:
Ris a la mande
Aðgangseyrir er 13.900 kr.
Nauðsynlegt er að fylgja þessari slóð og skrá sig
https://forms.office.com/e/qvn65Jyjv3
Nánar um fyrirlesarann okkar:
Jeroen Van Nieuwenhove er belgískur/íslenskur náttúruljósmyndari. Hann er innblásinn af öfgum náttúrunnar og hefur að mestu leyti helgað ljósmyndun sína því að skrásetja norðurskautið, með sérstakri áherslu á eldgos og íslenska hálendið. Nú síðast hlaut hann alþjóðlega athygli fyrir hollustu sína við að skrásetja eldgosin í Fagradalsfjalli og Svartsengi. Með verkum sínum í kringum eldfjöll, einbeitir hann sér að því að sýna einstaka fegurð innan glundroðans, um leið og hann leggur áherslu á sköpunina í eyðileggingunni. Jeroen hefur einnig gefið út ljósmyndabækur og kennir ljósmyndun í gegnum vinnustofur og netnámskeið. Jeroen mun stikla á stóru af ferlinum og veita okkur innsýn inn í störf sín sem ljósmyndari á Íslandi. Hér má sjá myndir úr safni Jeroen.
Myndir úr safni Jeroen Van Nieuwenhove