Mikið var gaman að sjá ykkur!

Ljósmyndarafélags Íslands hélt jóla- og fyrirlestrafund félagsins í gær í sal Hard Rock Café. Fjölmenni var á fundinum sem hlustaði á fyrirlestur brúðkaupsljósmyndaranna Styrmis og Heiðdísar “Að svindla í lífinu og skapa sitt eigið draumastarf”. Fyrirlesturinn var afar fróðlegur og veitti innsýn í þeirra sérstöðu í ljósmyndun.

Boðið var uppá smáréttahlaðborð og drykki meðan á fyrirlestrinum stóð. Að fyrirlestri loknum svöruðu Styrmir og Heiðdís fyrirspurnum úr sal. Félagsmenn spjölluðu síðan saman um heima og geyma en fjölmennt samfélag ljósmyndara var samankomin á þessum jólafundi félagsins sem skemmtu sér vel og fóru útí nóttina fróðari en fyrr.

Á fundinum fór einnig fram afhending viðurkenninga sem stjórn félagsins ákvað að veita ljósmyndurum heiðursaðild að félaginu fyrir starf sitt í félaginu og framlag sitt til ljósmyndunar á Íslandi félaginu og faginu til heilla. Viðurkenning þessi var afhent á fundinum og fengu Rut Hallgrímsdóttir og Ragnar Th. Sigurðsson að njóta þess heiðurs. Guðmundur Viðarsson formaður félagsins stiklaði á stóru úr ferli Ragnars og Rutar. Var þeim síðan afhentur blómvöndur og viðurkenningarskjal ásamt Íslenskri ljósmyndabók að launum.

Það er ekkert félag án félaga! Takk enn og aftur fyrir komuna. Við vonum að þið hafið haft gaman að. Við viljum svo hvetja alla til að skrá sig í félagið okkar svo við getum enn frekar eflt samfélag ljósmyndara.

Og takk Gunnar Leifur Jónasson fyrir að standa í myndatökum allt kvöldið.

Ljósmyndarafélag Íslands

Félag atvinnuljósmyndara á Íslandi

http://ljosmyndarafelag.is
Previous
Previous

Áttu ljósmyndir frá Kína?

Next
Next

Ljósmyndamiðstöð Íslands stofnuð