Áttu ljósmyndir frá Kína?
Viltu taka þátt í sýningu? Hefurðu ferðast um Kína og tekið myndir þar?
Menningarvika Kínverska Sendiráðsins á Íslandi fer fram þann 28. janúar til 4. febrúar og við höfum verið beðin um að finna þá ljósmyndara í félaginu sem eiga skemmtilegar og fræðandi myndir frá Kína til að halda sýningu á þeim myndum meðan á menningavikunni stendur. Greitt verður fyrir prentun og notkun á þeim myndum sem valdar eru til sýningar.
Hlökkum til að heyra frá þér en endilega sendu upplýsingar um þig og þær myndir sem koma til greina frá þér fyrir 8. janúar á netfang Ljósmyndarafélags Íslands stjorn@ljosmyndarafelag.is