Ljósmyndamiðstöð Íslands stofnuð

Eins og ykkur er flestum kunnugt um þá var Ljósmyndamiðstöð Íslands stofnuð á stofnfundi þess þann 18. október 2022.

Þann 13. febrúar 2023 var síðan fyrsti aðalfundur félagsins haldinn. Á fundinn mættu fjölmargir öflugir ljósmyndarar. Farið var yfir það sem hefur áunnist frá stofnun félagsins og framtíðarsýn um verkefni félagsins. Þá var kosin ný stjórn fyrir félagið en í henni sitja þau Gunnar Freyr Jónsson, Sveinn Speight og Þórdís Jóhannesdóttir.

Eitt mikilvægt mál er nú í vinnslu en í ljósi væntanlegra nýrra reglna hjá Myndstef sem munu þýða að veittir styrkir þaðan verða í beinu hlutfalli af meðlimafjölda hvers hagsmunafélags.

Félaginu er ætlað að bæta hag ljósmyndara og styðja við sameiginlega hagsmuni ljósmyndastéttarinnar, með því að búa til þennan vettvang fyrir sameiginlega hagsmunagæslu.

Þannig að nú stendur yfir skráning í Ljósmyndamiðstöðina og hvert nafn skiptir því miklu máli.

Nú þegar hafa um 110 aðilar skráð sig og við höfum nýlega skráð alla félagsmenn Ljósmyndarafélags Íslands í Ljósmyndamiðstöð Íslands sem telur þá um 190 manns eftir þá skráningu.

Þeim sem ekki hugnast að vera skráðir þar endilega sendið okkur tölvupóst á: stjorn@ljosmyndarafelag.is

Það er enginn kostnaður fólgin í þessari skráningu.

Bestu kveðjur

Stjórn Ljósmyndarafélags Íslands.

Við setjum hér hlekk á Ljósmyndamiðstöð Íslands á Facebook

https://www.facebook.com/groups/2262891447200724

Ljósmyndarafélag Íslands

Félag atvinnuljósmyndara á Íslandi

http://ljosmyndarafelag.is
Previous
Previous

Mikið var gaman að sjá ykkur!

Next
Next

Sveinsprófshátíð 2023