Sveinsprófshátíð 2023
Þriðjudaginn 21. nóvember hélt Iðan Fræðslusetur glæsilega sveinsprófshátíð fyrir sveinsprófsnema sem tóku formlega við sveinsprófsskírteinum sínum við hátíðlega athöfn.
Sveinsprófsnefnd í ljósmyndun útskrifaði þrjá aðila sem luku sveinsprófi að þessu sinni en þeir voru Daníel Þór Ágústsson, Laimonas Dom Baranauskas og Sigurður Gunnarsson.
Ljósmyndarafélag Íslands veitti þeim viðurkenningar fyrir árangurinn með bókagjöf og blómum en bækurnar að þessu sinni vou eftir þá feðga Chris Lund og Mats Wibe lund.
Guðmundur Viðarsson formaður Ljósmyndarafélags Íslands sem jafnframt er formaður sveinsprófsnefndar í ljósmyndun afhenti sveinsprófsnemum viðurkenninguna fyrir hönd félagsins.
Við óskum nemendum til hamingju og bjóðum þá velkomna í Ljósmyndarafélag Íslands.
Ljósmyndir tók Jón Svavarsson sem veitti góðfúslegt leyfi til þess að birta þær hér.