Aðalfundur 27. mars ‘23
Aðalfundur Ljósmyndarafélags Íslands fór fram í gær þar sem tekin var fyrir skýrsla stjórnar, reikningar, lagabreytingar og kosning í stjórn.
Laufey lét af stjórnarsetu eftir 5 ár og viljum við þakka henni kærlega fyrir störf sín í þágu félagsins. Guðmundur Skúli Viðarsson var kosinn formaður í hennar stað og Ólína Kristín Margeirsdottir kom ný inn í stjórn. Aðrir stjórnarmenn sitja áfram. Við bjóðum Ólínu sérstaklega velkomna! Við munum kynna hana betur örlítið síðar.
Hér gefur að líta fyrri stjórn og nýja stjórn sem kosin var á fundinum.
Við höldum ótrauð áfram að vinna að hagsmunum ljósmyndara og sameina krafta okkar. Endilega verið dugleg að mæta á viðburði því það eru svakalega spennandi hlutir að gerast ásamt frábærri haustdagskrá sem verið er að sjóða saman.
Ljósmyndir: Guðmundur Skúli Viðarsson með aðstoð Kristjáns Maack