Fyrirlestur - Vilhelm Gunnarsson

Með boltafar í andlitinu og öskubragð i munninum

Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson

Frábær fyrirlestur í gær með Vilhelm Gunnarssyni sem leiddi okkur í gegnum ferilinn og ævintýrin sem hafa fylgt. Þrusu góð mæting líka. Alltaf gaman þegar ljósmyndarar koma saman! Takk fyrir okkur Vilhelm og þið hin fyrir að koma og vera með okkur.

Vilhelm Gunnarsson hefur starfað sem fréttaljósmyndari á Fréttablaðinu og nú Vísi í rúm tuttugu ár. Hann hefur myndað hina ýmsu merkisviðburði í sögu þjóðarinnar á þessum árum og einnig hefur starfið tekið hann víða um heim. Vilhelm sýndi okkur myndir frá starfi sínu og sagði okkur sögurnar á bakvið myndirnar.

Næsti fyrirlestur hjá okkur og sá síðasti fyrir sumarið er 10. maí - takið daginn frá

Ljósmyndarafélag Íslands

Félag atvinnuljósmyndara á Íslandi

http://ljosmyndarafelag.is
Previous
Previous

Fyrirlestur - María Kjartansdóttir

Next
Next

Aðalfundur 27. mars ‘23