Fyrirlestur - Silja & Rut
Portrettljósmyndun í 40 ár
Ljósmynd: Aðsend / Silja & Rut
Að þessu sinni var ljósmyndakvöld félagsins haldið í stúdíói Rutar og Silju. Það var margt um manninn og fengu allir innsýn í 40 ára reynslu þeirra í faginu. Sannarlega skemmtileg kvöldstund með góðum fróðleik.
Rut Hallgrímsdóttir stofnaði ljósmyndastofuna 1988, en 20 árum seinna eða 2008 byrjaði Silja Rut Thorlacius sem nemi á stofunni og upp frá því hófst þeirra langa samstarf. Silja hefur nú tekið við rekstri stofunnar. Þær stöllur ætla að segja frá ástríðu sinni fyrir ljósmyndun, samstarfi sínu, þróun portrettljósmyndunar á 40 árum og rifja upp skemmtilegar sögur. Létt og skemmtilegt kvöld.
Ljósmyndir frá viðburði: Jón Svavarsson og Guðmundur Skúli Viðarsson