Fyrirlestur - Pétur Þór

Leiðin frá ljósmynd að heimildamynd

Ljósmynd: Aðsend / Pétur Þór

Pétur Þór mætti til okkar með áhugaverðan fyrirlestur, Leiðin frá ljósmynd að heimildamynd. Það var einstaklega gaman að fá innsýn í verkefni Péturs.

Pétur sýndi brot úr þremur heimildarmyndum sem hann hefur unnið að en heimildarmyndin Vélsmiðja 1913 verður sýnd í Bíó Paradís laugardaginn 14.september kl 14:00. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Pétur útskrifaðist úr ljósmyndanámi árið 2013 og kláraði samning hjá Christopher Lund og hef starfað sjálfstætt í ljósmyndun og kvikmyndagerð síðan.

Við buðum upp á brauðtertur sem slógu í gegn, en Heida HB stjórnarkona á heiðurinn af þeim. Takk fyrir komuna og kærar þakkir til Péturs fyrir fyrirlesturinn.

Ljósmyndir frá viðburði: Gunnar Leifur Jónasson

Ljósmyndarafélag Íslands

Félag atvinnuljósmyndara á Íslandi

http://ljosmyndarafelag.is
Previous
Previous

Fyrirlestur - Silja & Rut

Next
Next

Námskeið: FS Foto AS