Canon hátíð 2024

Canon hátíðin var haldin þann 1. nóvember sl.og var hin glæsilegasta. Á hátíðinni í ár héldu ljósmyndararnir Martina Wärenfeldt, Benjamin Hardman, Anna Maggý, Vilhelm Gunnarsson og Arnaldur Halldórsson erindi þar sem þau sögðu sögurnar á bakvið sín verkefni, bæði ljósmyndir og vídeó. Morten Nørremølle, Country Director Nordic/Baltic hjá Canon, opnaði hátíðina og Þorsteinn J sá um ráðstefnustjórn.

Á hátíðinni var einnig glæsileg vörusýning þar sem helstu nýjungar frá Canon voru til sýnis í bland við spennandi vörur frá Profoto, Synology og, Lenovo . Frábær mæting var á viðburðinum og það myndaðist góð stemming og skemmtilegar umræður meðal ljósmyndara á hátíðinni.

Ljósmyndir: Canon á Íslandi

Ljósmyndarafélag Íslands

Félag atvinnuljósmyndara á Íslandi

http://ljosmyndarafelag.is
Previous
Previous

Fyrirlestur - Kristján Maack

Next
Next

Fyrirlestur - Silja & Rut