Konur í ljósmyndun
Canon og Origo héldu alþjóðlegan baráttudag kvenna hátíðlegan eins og síðustu ár með viðburði sínum Konur í Ljósmyndun.
Margt var um manninn enda boðið upp á tvo virkilega áhugaverða og fræðandi fyrirlestra ásamt léttum veigum.
Fyrri fyrirlesarinn var ljósmyndarinn Anna Maggý en hún hefur slegið í gegn síðustu ár og hafa verk hennar meðal annars birst í Vogue Italia, British Vogue og Dazed and Confused. Deildi hún mögnuðum ljósmyndum og listaverkum og sagði sögurnar á bak við þær og frá sinni nálgun.
Eftir hlé steig hin finnska og hæfileikaríka Iiris Sjöblad á stokk en hún er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona og ljósmyndari. Hún starfar sem leikstjóri og kvikmyndatökumaður og hefur tekið og leikstýrt heimildarmyndum og auglýsingum.
Ljósmyndir: Canon á Íslandi