Aðalfundur 13. mars 2024
Ný stjórn Ljósmyndarafélags Íslands kosin á aðalfundi í Mars 2024. Frá vinstri Heida HB, Ólína Kristín Margeirsdóttir, Guðmundur Skúli Viðarsson, Gunnar Leifur Jónasson og Anna Kristín Scheving. Rán Bjargar var í eldgosaleiðangri þegar myndin var tekin.
Aðalfundur félagsins fór fram þann 13. mars sl. Skýrsla stjórnar var flutt. Á fundinum var ársreikningur yfirfarinn og samþykktur. Lagabreytingatillögur voru ræddar og samþykktar samhljóða á fundinum, og eru lög félagsins með breytingum birt hér á lagasíðu félagsins. LÖG
Ný stjórn var kosin á fundinum og eru eftirfarandi í stjórn félagsins, (sjá Mynd). Frá vinstri Heida HB sem kemur ný inní stjórnina, Ólína Kristín Margeirsdóttir, Guðmundur Skúli Viðarsson, Gunnar Leifur Jónasson, Anna Kristín Scheving og Rán Bjargar (sem var fjarverandi í eldgosaleiðangri þegar myndin var tekin). Anton Bjarni Alfreðsson hefur lokið störfum fyrir stjórn og honum þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins og félagsmanna þess.
Í lok aðalfundar, þar sem við gæddum okkur á nýbökuðum kleinum og kaffi, var stuttmyndin um franska næturljósmyndarann Foc Khan „Night of the hunter“, sýnd, við misjafnar undirtektir. En þessa mynd má sjá á vefsíðunni https://www.thedarkroomrumour.com/en
Sjá lagabreytingatillögur aðalfundar 2024 hér fyrir neðan