Sveinspróf í ljósmyndun
Sveinspróf í ljósmyndun fór fram vikuna 10. til 14. október sl. Fjórir nemar þreyttu prófið að þessu sinni þær, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Rakel Rún Garðarsdóttir, Steinunn Matthíasdóttir og Viktoría Sól Birgisdóttir. Iðan fræðslusetur hélt nýsveinahóf, þann 22. nóvember á Hilton Nordica hótelinu, þar sem öllum sveinsprófsnemum, í öllum iðngreinum sem tóku sveinspróf, voru veitt sveinsbréfin sín við hátíðlega athöfn. Ljósmyndarafélag Íslands veitti nemum í ljósmyndum viðurkenningu fyrir góðan árangur að venju. Nemarnir voru leystir út með bókagjöf, ársaðild að félaginu, aðild að Myndstef og gjafabréfi frá Iðan Fræðslusetur.
Við óskum þessum frábæru konum innilega til hamingju!
Ljósmynd: Rúnar Hreinsson