Saga Sig er þekkt fyrir að vera mikill fagurkeri með einstaklega smekklegan og lítríkan stíl. Undanfarin ár hefur hún starfað sem einn vinsælasti ljósmyndari landsins. Þegar hún var búsett í London fyrir átta árum síðan bætti hún myndlistinni inn í líf sitt, tók upp pensilinn og byrjaði að mála. Við hlökkum til að heyra frá Sögu þann 9. apríl