Fyrirlestur - Arnaldur Halldórsson
Bílar, bíómyndir og allt þar á milli
Þann 6. september sl. hélt Arnaldur Halldórsson fyrirlestur um störf sín sem ljósmyndari. Hann hefur starfað lengi með stórstjörnum innan fagsins og verið fundvís á réttu staðina til ljósmyndunar fyrir stórkvikmyndir og auglýsingatökur. Hann sagði okkur frá skemmtilegum atvikum og sýnir okkur myndir frá ferlinum.
Arnaldur hefur einnig sem starfað í auglýsinga-, blaða- og iðnaðarljósmyndun fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og auglýsingastofum landsins.
Arnaldur hefur fengið fjölmörg verkefni frá erlendum auglýsingaljósmyndurum sem og frá sjónvarps- og kvikmyndatökuliðum og starfaði m.a. á setti við gerð þáttanna Game of Thrones.
Við þökkum fyrir frábæra samveru, góða mætingu og Arnaldi fyrir fróðegan og skemmtilegan fyrirlestur.
Ljósmyndir frá viðburði: Gunnar Leifur Jónasson