Nýir atvinnuljósmyndarar útskrifast með sveinspróf í ljósmyndun
Á jóla og 90 ára afmælisfundi Ljósmyndarafélags Íslands þann 15. desember fór fram afhending á sveinsbréfa til þeirra nema sem lokið höfðu sveinsprófi í almennri ljósmyndun í nóvember s.l. auk inntöku nýrra félagsmanna í félagið. Sveinsprófsnemarnir höfðu lokið námi sínu í ljósmyndun við Tækniskóla Íslands en fimm nemar þreyttu prófið að þessu sinni þau, Lilja Konráðsdóttir, Kristín Edda Gylfadóttir, Ólafur Andri Magnússon, Ólöf Sunna Gautadóttir og Thelma Gunnarsdóttir fengu þau sveinsbréf sín afhent á fundinum. Þessi glæsilegi hópur var boðinn velkominn í Ljósmyndarfélag Íslands sem fagnaði 90 ára afmæli á fundinum.