Ljósmyndarafélag Íslands

félag atvinnuljósmyndara á Íslandi.

Ljósmyndun og notkun ljósmynda hefur tekið gríðarlegum breytingum með tilkomu stafrænu byltingarinnar. Í ljósi þess hefur aldrei verið meiri þörf á samtali og samvinnu allra sem hafa atvinnu af ljósmyndun með einum eða öðrum hætti. Vettvangurinn fyrir það samtal er Ljósmyndarafélag Íslands sem byggir á yfir 98 ára sögu fagmanna í ljósmyndun.

CANON R6 Mark II

Ljósmyndakvöld Ljósmyndarafélags Íslands verður haldið 13. nóvember n.k. kl. 20 í Borgartúni 35 Húsi Atvinnulífsins.

Kristján Maack Ljósmyndari segir okkur frá Leiðinni að listinni. Hlökkum til að sjá ykkur.

Canon hátíð í Smárabíó föstudaginn 1. nóvember

Við hjá Origo lausnum verðum með Canon hátíð í Smárabíó föstudaginn 1. nóvember þar sem atvinnufólk í ljósmyndun og vídeógerð segir sögurnar á bak við þeirra ljósmyndir og sína vinnu. Á hátíðinni verður einnig glæsileg vörusýning. 

Við hvetjum fólk til að taka daginn frá og skrá sig sem fyrst á vefsíðu Origo. Smelltu á myndina til að skrá þig.

Fyrirlestrakvöld félagsins verður haldið í Skipholti 31 þann 9. október kl. 20

Ljósmyndastofa Silju og Rutar Skipholti 31

Myndir frá frábæru portrett kveldi með Silju og Rut. Skemmtileg kynning og margir góðir gestir mættu á fyrirlesturinn.


2024 Fyrirlestrakvöld félagsins hefst 11. september næstkomandi

Ljósmyndakvöld Ljósmyndarafélags Íslands hefst þann 11. september kl 20 í Borgartúni 35 Húsi Atvinnulífsins og Samtaka Iðnaðarins.

Allir velkomnir utanfélagsmenn greiða 2000 kr aðgangseyri.

 

Árni Sæberg ljósmyndari mætir til okkar á Ljósmyndakvöld félagsins sem verður haldið þann 8. maí kl. 20. í Borgartúni 35 í Húsi Atvinnulífsins.

 

MINNUM Á AÐALFUND LJÓMSMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Í KVÖL KL. 19 Í GRÓSKU

〰️

MINNUM Á AÐALFUND LJÓMSMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Í KVÖL KL. 19 Í GRÓSKU 〰️

Við viljum góðfúslega minna á aðalfund Ljósmyndamiðstöðvar Íslands. Sjá fundarboð hér að neðan sem sent var á netfang félagsmanna fyrr í mánuðinum.

Ljósmyndamiðstöð Íslands boðar til aðalfundar í Grósku (Fenjamýr)i kl. 19-22 þann 18. Apríl næstkomandi. Allir félagsmenn sem voru skráðir í félagið um áramót hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi. Lagðar verða fyrir fundinn lagabreytingar sem eru meðfylgjandi.

 

Aðalfundur 13. mars 2024

Ný stjórn Ljósmyndarafélags Íslands kosin á aðalfundi í Mars 2024. Frá vinstri Heida HB, Ólína Kristín Margeirsdóttir, Guðmundur Skúli Viðarsson, Gunnar Leifur Jónasson og Anna Kristín Scheving. Rán Bjargar var í eldgosaleiðangri þegar myndin var tekin.

Aðalfundur félagsins fór fram þann 13. mars sl. Skýrsla stjórnar var flutt. Á fundinum var ársreikningur yfirfarinn og samþykktur. Lagabreytingatillögur voru ræddar og samþykktar samhljóða á fundinum, og eru lög félagsins með breytingum birt hér á lagasíðu félagsins. LÖG

Ný stjórn var kosin á fundinum og eru eftirfarandi í stjórn félagsins, (sjá Mynd). Frá vinstri Heida HB sem kemur ný inní stjórnina, Ólína Kristín Margeirsdóttir, Guðmundur Skúli Viðarsson, Gunnar Leifur Jónasson, Anna Kristín Scheving og Rán Bjargar (sem var fjarverandi í eldgosaleiðangri þegar myndin var tekin). Anton Bjarni Alfreðsson hefur lokið störfum fyrir stjórn og honum þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins og félagsmanna þess.

Í lok aðalfundar, þar sem við gæddum okkur á nýbökuðum kleinum og kaffi, var stuttmyndin um franska næturljósmyndarann Foc Khan Night of the hunter“, sýnd, við misjafnar undirtektir. En þessa mynd má sjá á vefsíðunni https://www.thedarkroomrumour.com/en

Aðalfundur Ljósmyndarafélags Íslands

13. mars kl. 20

SKRÁÐU ÞIG HÉR

https://www.si.is/upplysingar-og-utgafa/a-dofinni/skraning/nanar/2043

ATHUGIÐ:

Aðalfundur félagsins er aðeins fyrir félagsmenn í félaginu.

Við munum eftir hefðbundin aðalfundarstörf horfa á stuttmyndina Night of the hunter með ljósmyndaranum Foc Kan. Eigum skemmtilega stund saman og spjöllum um hvað sem er.

Við hvetjum ÞIG, kæri ljósmyndari í Ljósmyndarafélagi Íslands, til að mæta.

Sameinumst allir félagsmenn, því félag er jú ekki félag nema að það séu félagar í því!  

Stjórnarframboð og önnur mál sendist á erla@si.is. 

Sjá lagabreytingatillögur aðalfundar 2024 hér fyrir neðan. Smelltu á myndina til að opna PDF skjalið.

Profoto tilboð

Smelltu á myndina og skoðaðu tilboð á Profoto ljósum hjá Origo

Fag- og fyrirlestrakvöld Ljósmyndafélags Íslands eru haldi annan hvern miðvikudag yfir vetrartímann.

Fag- og fyrirlestrakvöld Ljósmyndafélags Íslands eru haldi annan hvern miðvikudag yfir vetrartímann.

Ljósmyndakvöld 14. febrúar 2024

Listin að segja sögu

FULLT HÚS!! ……um 130 manns mætt á frábæran fyrirlestur.

Takk öll fyrir komuna á fyrirlestur Chris Burkard í gærkvöldi. Mikið rosalega var gaman að sjá ykkur svona mörg! Við viljum einnig þakka Eyjólfi hjá Origo Ísland og Sony sérstaklega fyrir að taka svona vel á móti okkur í þessum frábæra sal með stuttum fyrirvara. Og síðast en ekki síst Chris Burkard Photography fyrir frábæran fyrirlestur sem var áhugaverður, fræðandi og skemmtilegur.

Hér eru myndir frá kvöldinu sem hann Gunnar Leifur okkar tók.

Við viljum áfram hvetja alla til að skrá sig í félagið okkar og vera með í þessum frábæra hópi ljósmyndara á Íslandi. Hægt er að skrá sig hér https://www.ljosmyndarafelag.is/

Svipmyndir frá ljósmyndakveldi þann 14. febrúar 2024.

Hér að ofan erum svipmyndir frá ljósmyndakveldi Ljósmyndarafélags Íslands 24. febrúar með Chris Burkhard. Ljósmyndirnar tók Gunnar Leifur.

Árið 2023

 

Jóla- og fyrirlestrafundur. Heiðursverðlaun félagsins afhent.

Ljósmyndarafélags Íslands hélt jóla- og fyrirlestrafund félagsins þann 13. desember sl. sem haldinn var í sal Hard Rock Café í Lækjargötu 2. Fjölmenni var á fundinum sem hlustaði á fyrirlestur brúðkaupsljósmyndaranna Styrmis og Heiðdísar  "Að svindla í lífinu og skapa sitt eigið starf".

Fyrirlesturinn var afar fróðlegur og veitti innsýn í þeirra sérstöðu í ljósmyndun. Boðið var uppá smáréttahlaðborð og drykki meðan á fyrirlestrinum stóð.

Á fundinum fór einnig fram afhending viðurkenninga sem stjórn félagsins ákvað að veita ljósmyndurum heiðursaðild að félaginu fyrir starf sitt í félaginu og framlag sitt til ljósmyndunar á Íslandi félaginu og faginu til heilla.

Viðurkenning þessi var afhent á fundinum og fengu Rut Hallgrímsdóttir og Ragnar Th. Sigurðsson að njóta þess heiðurs.
Guðmundur Viðarsson formaður félagsins stiklaði síðan á stóru úr ferli Ragnars og Rutar og flutti eftirfarandi:

Rut Hallgrímsdóttir.
RUT hefur starfrækt eigin ljósmyndastofu, Ljósmyndir Rutar, frá árinu 1988 og starfar nú með Silju Thorlacius í Skipholt á ljósmyndastofu þeirra.
Myndataka af börnum, fjölskyldum og portrett myndatökur hefur verið stór hluti af störfum Rutar gegnum tíðina. Rut lærði ljósmyndun í Iowa, Bandaríkjunum við Hawkeye Institute of Technology á árunum 1978 til 1979, Hún stundaði nám hjá Sigurgeiri Sigurjónssyni ljósmyndara og öðlaðist meistararéttindi árið 1986. Rut er félagi í Ljósmyndarafélagi Íslands frá árinu 1978 og hefur starfað þar í stjórn og prófnefnd. Við þökkum henni fórnfúst starf í þágu félagsmanna og veitum henni þessa viðurkenningu félagsins með ósk um farsæld á komandi árum.
Rán Bjargar stjórnarmaður félagsins  veitti Rut viðurkenninguna fyrir hönd félagsins.

Ragnar Th Sigurðsson.
Ragnar hóf feril sinn sem blaðaljósmyndari á Dagblaðinu árið 1975. Hann hefur verið félagi í Ljósmyndarafélagi Íslands frá árinu 1977 eða í 46 ár. Hann menntaði sig í ljósmyndun á Íslandi og í Svíþjóð og  hefur starfrækt myndabanka Artic Images og ljósmyndaþjónustu frá árinu 1985. Hann hefur verið ötull talsmaður fyrir höfundarétt ljósmyndara á vegum Myndstef og verið formaður stjórnar þess í um 20 ár og komið að mörgum samningum um greiðslu fyrir höfundaverk ljósmyndara. Hann hefur unnið með Ljósmyndarafélagi Íslands ötullega öll þau ár sem hann hefur verið félagsmaður og færum við honum bestu þakkir fyrir um leið og við veitum honum þessa viðurkenningu félagsins með ósk um farsæld á komandi árum.
Gunnar Leifur stjórnarmaður félagsins veitti Ragnari síðan viðurkenninguna fyrir hönd félagsins.

Var þeim síðan afhentur blómvöndur og viðurkenningarskjal ásamt Íslenskri ljósmyndabók að launum.

Að fyrirlestri loknum svöruðu Styrmir og Heiðdís fyrirspurnum úr sal, félagsmenn spjölluðu síðan saman um heima og geyma eftir  fyrirlesturinn en fjölmennt samfélag ljósmyndara var samankomin á þessum jólafundi félagsins sem skemmtu sér vel og fóru útí nóttina fróðari en fyrr.

Fjölmenni á Jóla og fyrirlestrafundi

Mikið fjölmenni var mætt á fund félagsins sem haldinn var miðvikudaginn 13. Desember 2023. Fundurinn var haldinn í sal Hard Rock Café Lækjargötu2 á 4. hæð. Á fundinum fluttu brúðkaupsljósmyndararnir Styrmir og Heiðdís fyrirlesturinn -Að svindla í lífinu og skapa sitt eigið starf- sem var fróðlegur og skemmtilegur í alla staði. Einnig voru veittar viðurkenningar til ljósmyndara í félaginu fyrir gott og farsælt starf.

Frábær fyrirlestur

Við höfðum mikið gaman og fengum frábæran fróðleik á fyrirlestri Sigurðar. Margir mættir og salurinn rúmaði varla fleiri. Sigurður er búinn að reima á sig hlaupaskó og bíður eftir mæsta eldgosi!.

Ljósmyndarafélag Íslands stofnað 1926

Skemmtilegur fyrirlestur

Eva Ágústa kíkti til okkar með afar áhugaverðan fyrirlestur. Við erum að framkalla myndirnar frá fundinum sem koma hér von bráðar.


Við þökkum Canon á Íslandi fyrir stuðninginn við félagið. Smelltu á Canon logo og upplifðu draumaheim ljósmyndunar.

Nú er sumarfríi lokið og fyrsti fyrirlestur hefst 6. september kl. 19:00

〰️. HÉR FYRIR NEÐAN ERU ELDRI FRÉTTIR. FLETTU NEÐAR TIL AÐ SKOÐA 〰️. .

Nú er sumarfríi lokið og fyrsti fyrirlestur hefst 6. september kl. 19:00 〰️. HÉR FYRIR NEÐAN ERU ELDRI FRÉTTIR. FLETTU NEÐAR TIL AÐ SKOÐA 〰️. .

Vetrarstarf félagsins er að hefjast kíktu til okkar í Borgartún 35.

þann 6. september kl. 20:00 á frábært og fróðlegt kvöld.

Fróðlegur fyrirlestur

Það var glatt á hjalla þegar Arnaldur mætti og hélt fyrirlestur fyrir félagsmenn og gesti. Fullt var útúr dyrum og og Arnaldur fór yfir mörg stórkostleg verkefni sem hann hefur unnið að. Við þökkum Arnaldi kærlega fyrir.

 

Myndstef

Þann 21. júní 2023 opnaði fyrir styrkumsóknir til Myndstefs, vegna styrkja til myndhöfunda og sjónlistafólks.

Umsóknarfrestur er til 7. september 2023 kl. 17:00. 

Umsóknir sem berast utan auglýsts umsóknartíma verða ekki teknar gildar.

Smelltu á mynd til að skoða síðu myndstefs.

 

Gleðilegt sumar.

Við dettum í sumarfrí og hefjum glæsilega dagskrá í lok sumars!

Breytingar á þjónustu

Origo tekur á móti öllum Canon vörum sem þarfnast þjónustu.

 

María Kjartansdóttir ljósmyndari, listamaður og formaður FÍSL hélt fyrir okkur fyrirlestur á dögunum sem var bæði áhugaverður og mjög skemmtilegur. Við þökkum Maríu kærlega fyrir okkur og ykkur öllum fyrir komuna.

Ljósmyndir: Anna Kristín Ljósmyndun

Listræn ljósmyndun

Marí Kjartandsóttir kom til okkar og hélt upplýsandi fyrirlestur um heim listrænnar ljómyndunar og kvikmyndagerðar. Við þökkum Marí kærlega fyrir komuna og fórum útí kvöldið margs vísari.

Fyrirlestur Maríu verður haldinn í húsi Atvinnulífsins Borgartúni 35

 

hér fyrir neðan eru eldri fréttir skrollaðu neðar til að skoða

Næsti fundur okkar í Ljósmyndarafélagi íslands verður miðvikudaginn 12. apríl kl. 20

Hraður heimur íþrótta

Vilhelm ljósmyndari kom til okkar með magnaðan fyrirlestur um heim íþrótta og viðburðaljósmyndunar. Sýndi hreint út sagt frábærar myndir og gaf okkur góð ráð. Við þökkum Vilhelm kærlega fyrir.

 

Ný stjórn Ljósmyndarafélags Íslands kosin á aðalfundi 2023

Aðalfundur Ljósmyndarafélags Íslands fór fram í gær þar sem tekin var fyrir skýrsla stjórnar, reikningar, lagabreytingar og kosning í stjórn.

Laufey lét af stjórnarsetu eftir 5 ár og viljum við þakka henni kærlega fyrir störf sín í þágu félagsins. Guðmundur Skúli Viðarsson var kosinn formaður í hennar stað og Ólína Kristín Margeirsdottir kom ný inn í stjórn. Aðrir stjórnarmenn sitja áfram. Við bjóðum Ólínu sérstaklega velkomna! Við munum kynna hana betur örlítið síðar.

Hér gefur að líta fyrri stjórn og nýja stjórn sem kosin var á fundinum.

Ljósmyndir: @gudmundurskulividarsson með aðstoð @kmaack

Við höldum ótrauð áfram að vinna að hagsmunum ljósmyndara og sameina krafta okkar. Endilega verið dugleg að mæta á viðburði því það eru svakalega spennandi hlutir að gerast ásamt frábærri haustdagskrá sem verið er að sjóða saman.

AÐALFUNDUR

27. mars kl. 20 - Borgartún 35

Fundarsalur Hylur

Kæru félagsmenn,

Stjórn boðar hér með til aðalfundar félagsins þann:

27. mars n.k. kl. 20:00 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Venjuleg aðalfundarstörf. Léttar veitingar verða í boði.

Dagskrá aðalfundar:

Á fundinum verða tekin fyrir eftirfarandi mál, sbr. 7. gr. laga félagsins:

1. Skýrsla stjórnar.

2. Reikningar félagsins.

3. Lagabreytingar, ef einhverjar.

4. Kosning um formann stjórnar og meðstjórnanda skv. 6. gr.

5. Önnur mál.
Allir ljósmyndarar velkomnir! Aðeins félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

Stjórnarframboð og önnur mál sendist á erla@si.is


Ljósmyndamiðstöð Íslands Aðalfundur 13. febrúar kl. 17 í Grósku

Nú er komið að fyrsta aðalfundi félagsins og verður hann þann 13. febrúar 2023 kl. 17:00 í Fenjamýri í Grósku.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kjósa í nýja stjórn og umræður um hlutverk þessa nýja félags okkar.

Núverandi stjórn og þær sem hjálpuðu okkur við stofnun félagsins frá Myndstef sjáum fyrir okkur að starfsemi félagsins verði einföld og án kostnaðar fyrstu árin.

Það vantar tvo í nýja stjórn.

Með von um að þið mætið sem flest og endilega takið með ykkur ljósmyndaravini.


Fyrirlestraröð Ljósmyndarafélags Íslands

Þriðjudagur 7. febrúar kl. 20:00

Þráinn Kolbeinsson er atvinnuljósmyndari sem hefur eytt miklum tíma í að fylgja og mynda hina ýmsu leiðangra fólks. Allt frá hæsta tindi Íslands til regnskóga Tasmaníu leggur hann ýmislegt á sig til að geta sagt einstakar sögur, ýmist með ljósmyndum eða myndböndum.

Í þessum fyrirlestri mun hann fara yfir undirstöðuatriði þegar kemur að undirbúningi slíkra verkefna. Hvaða nauðsynlega búnað þarf í leiðangrana, allt um tökurnar sjálfar og loks eftirvinnsluna.

Þessu vill enginn missa af!

Fyrirlesturinn er haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 á 1. hæð

Léttar veitingar í boði. Vinsamlegast skráið komu ykkar hér 

SKRÁNING  

Allir ljósmyndarar velkomnir, endilega takið með vini. 

Stjórn Ljósmyndarafélags Íslands

 

2023 Gleðilegt ár !

Fyrirlestraröð Ljósmyndarafélags Íslands hefst með næsta fundi þann

10. janúar kl. 19

Hér og þar með Birni Árnasyni

Fyrirlestrarröð Ljósmyndarafélags Íslands heldur áfram og bjóðum við nú til fundar þann

10. janúar kl. 19:00

þar sem við ætlum að hlusta á fyrirlestur með Birni Árnasyni.

Fundurinn er haldinn í sal Reykjavík Design, Síðurmúla 21

(gengið inn frá Selmúla)

Björn Árnason útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum árið 2012 og hefur fyrr og síðar unnið að sínum eigin verkefnum ásamt því að taka að sér verkefni fyrir ýmsa aðila. Hann hefur einnig haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis. Hann mun fara yfir þau verkefni sem hann hefur unnið að undanfarin ár.

Allir ljósmyndarar velkomnir!

 

Jólaglögg og fyrirlestur verður haldinn í sal

Reykjavík Design Síðumúla 21 gengið inn frá Selmúla.

Sveinspróf í Ljósmyndun 2022

Smellið á merkið til að sjá myndir frá athöfninni. Sveinsprófsnemar í ljósmyndun frá vinstri, Steinunn Matthíasdóttir, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir , Viktoría Sól Birgisdóttir og Rakel Rún Garðarsdóttir ásamt Guðmundi Viðarssyni formanni Sveinsprófsnefndar í ljósmyndun. Smelltu á myndina til að sjá myndasafn FIT.

Sveinspróf í ljósmyndun fór fram vikuna 10 til 14 október sl. Fjórir nemar þreyttu prófið að þessu sinni þær, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Rakel Rún Garðarsdóttir, Steinun Matthíasdóttir og Viktoría Sól Birgisdóttir. Iðan fræðslusetur hélt nýsveinahóf, þann 22. nóvember á Hilton Nordica hótelinu, þar sem öllum sveinsprófsnemum, í öllum iðngreinum sem tóku sveinspróf, voru veitt sveinsbréfin sín við hátíðlega athöfn. Ljósmyndarafélag Íslands veitti nemum í ljósmyndum viðurkenningu fyrir góðan árangur að venju. Nemarnir voru leystir út með bókagjöf, ársaðild að félaginu, aðild að Myndstef og gjafabréfi frá Iðan Fræðslusetur.

Á meðfylgjandi myndum frá FIT má sjá sveinsprófsnema í ljósmyndun frá vinstri með formanni Sveinsprófsnefndar í ljósmyndun Guðmundi Viðarssyni en á myndinni eru Steinunn Matthíasdóttir, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Viktoría Sól Birgisdóttir og Rakel Rún Garðarsdóttir.

Félagið óskar nemunum til hamingju með árangurinn.

Hér má sjá fleiri myndir frá afhendingu sveinsbréfa á vefsíðu FIT myndasafn.

Jólaglögg og fyrirlestur 15. desember

Jólaglögg og fyrirlestur verður haldinn í sal Reykjavík Design Síðumúla 21 gengið inn frá Selmúla.

Jólaglögg og fyrirlestur verður haldinn í sal Reykjavík Design Síðumúla 21 gengið inn frá Selmúla.

Merkið dagatalið fyrir næsta viðburð í félaginu.

Jólaglögg og fyrirlestur verður haldinn í sal Reykjavík Design Síðumúla 21 gengið inn frá Selmúla.

Aðalfundur Ljósmyndarafélags Íslands

Ljósmyndamiðstöð Íslands stofnuð 18. október 2022

〰️

Ljósmyndamiðstöð Íslands stofnuð 18. október 2022 〰️

Frá upphafsfundi Ljósmyndamiðstöðvar Íslands Ljósm. Guðmundur Viðarsson

Ljósmyndamiðstöð Íslands stofnuð 18. október 2022

Kæru félagar – aldeilis spennandi hlutir að gerast. Endilega lesið!

Í gær, þann 18. október boðaði stjórn Myndstefs, í samvinnu við ljósmyndara með einstaklingsaðild, Ljósmyndarafélag Íslands, Blaðaljósmyndarafélag Íslands og Félags íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL) til opins samstöðufundar ljósmyndara á Íslandi þar sem m.a. eftirfarandi atriði voru rædd:

Af hverju er mikilvægt fyrir ljósmyndara að búa til samstöðuvettvang er varðar höfundaréttindi?:
Sameiginleg höfundaréttindi vegna útlána af opinberum bókasöfnum og Hljóðbókasafni Íslands
Sameiginleg höfundaréttindi vegna afritunar ljósmyndar
Sameiginleg höfundaréttindi vegna ljósritunar í skólum og opinberum stofnunum (Fjölís).
Sameiginleg höfundaréttindi vegna eintakagerðar til einkanota (IHM)
15. og 17. gr. gr DSM tilskipunar (fyrirhugaðir samningar við google, facebook, pinterest ofl).
Samningamál (18.-20. gr. DSM tilskipunarinnar)
Skattamál (fjármagnstekjurskattur)

Í kjölfar fundar var félag formlega stofnað sem fékk nafnið Ljósmyndamiðstöð Íslands. Þetta félag gegnir því hlutverki að vera regnhlífasamtök fyrir ljósmyndara sem hafa atvinnu og/eða tekjur af ljósmyndun, bæði faglærða og ófaglærða.
Þarna sameinumst við öll!

Verið er að stofna félagið hjá RSK í þessum töluðu orðum og koma upp heimasíðu en einnig hefur verið stofnaður Facebook hópur sem þið megið endilega skoða hér og gerast meðlimir í https://www.facebook.com/groups/2262891447200724
Þar má lesa nánar um tilgang félagsins.
Fyrsti aðalfundur þessa félags verður haldinn 26. janúar kl 17:00 sem verður nánar auglýstur síðar.

Ljósmyndarar starfa á fjölbreyttan og ólíkan máta, með mismunandi áherslur, sérþekkingu og miðla.
Það eru þó ákveðin atriði sem eiga við alla ljósmyndara, og það er m.a. höfundaréttur. Sá réttur er mikilvægur lögbundinn réttur sem gildir í 70 ár frá andláti höfunda.

Það hefur þótt vantað samráðs-og samstöðuvettvang allra ljósmyndara á Íslandi þar sem hægt er að fjalla um, mynda samstöðu um og berjast fyrir sameiginlegum réttindum og áherslum.
Nú eru fyrirætlanir að reyna að búa til slíkan vettvang, með aðstoð Myndstefs (höfundaréttarsamtökum sjónlistamanna).

Stjórn Myndstefs, í samvinnu við ljósmyndara með einstaklingsaðild, Ljósmyndarafélag Íslands og Félags íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL), boða því til opins samstöðufundar ljósmyndara á Íslandi.
Fundurinn fer fram í salnum Fenjarými (1. hæð) í Grósku í Vatnsmýrinni (Bjargargötu 1, 102 Reykjavík).

Forkonur Ljósmyndarafélagsins og FÍSL munu opna fundinn. Harpa Fönn lögfræðingur Myndstefs, og Aðalheiður Dögg, framkvæmdastýra, munu sjá um fundarstjórn og kynningar. Umræður verða að loknum stuttum erindum. Markmið fundarins er að skoða möguleikann á að skapa samstöðuvettvang allra ljósmyndara á Íslandi, óháð fagfélagi og bakgrunni.

Þau stuttu erindi sem verða kynnt eru:
Af hverju er mikilvægt fyrir ljósmyndara að búa til samstöðuvettvang er varðar höfundaréttindi?:
Sameiginleg höfundaréttindi vegna útlána af opinberum bókasöfnum og Hljóðbókasafni Íslands
Sameiginleg höfundaréttindi vegna afritunar ljósmyndar
Sameiginleg höfundaréttindi vegna ljósritunar í skólum og opinberum stofnunum (Fjölís).
Sameiginleg höfundaréttindi vegna eintakagerðar til einkanota (IHM)
15. og 17. gr. gr DSM tilskipunar (fyrirhugaðir samningar við google, facebook, pinterest ofl).
Samningamál (18.-20. gr. DSM tilskipunarinnar)
Skattamál (fjármagnstekjurskattur)

Aðalheiður framkvæmdastjóri Myndstefs, Ragnar Th. Sigurðsson stjórnarformaður Myndstefs og Harpa Fönn lögfræðingur Myndstef sem áttu frumkvæði að kalla til fundarins. Ljósmynd Guðmundur Viðarsson

 

Þann 17. júní opnar fyrir styrkumsóknir til Myndstefs þar sem veittir eru styrkir til myndhöfunda. Umsóknafrestur er út 17. ágúst, umsóknir sem berast utan auglýsts umsóknartímaverða ekki teknar gildar. Veittir eru ferða-og menntunarstyrkir og verkefnastyrkir. Rétt til að sækja um styrki hafa myndhöfundar í Myndstefi og aðrir starfandi myndhöfundar

Fjármunir sem Myndstef úthlutar með þessum hætti eru hluti greiðslna til samtakanna vegna notkunar á vernduðum myndverkum sem ekki er hægt að greiða beint til einstaka höfunda, t.d. vegna þess að höfundar eru fallnir úr vernd, höfundar finnast ekki eða vegna samningskvaða-samninga (heildarsamninga).

Sérstök úthlutunarnefnd sér um afgreiðslu styrkbeiðna og ákvörðun styrkveitinga. Úthlutunarnefnd er tilnefnd af aðildarfélögum Myndstefs og skulu aðilar vera tilnefndir skv. eftirfarandi; 1 af sviði myndlistar, 1 af sviði ljósmyndunnar og 1 af sviði hönnunar og arkitektúrs. Ný nefnt tekur til starfa á þessu ári, tilnefnd af Félagi íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL), Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM).

 

Hér er að finna úthlutunarreglur: https://myndstef.is/hofundar/styrkir/reglur/
Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér úthlutunarreglur vel áður en sótt er um styrk. Ef umsókn mætir ekki skilyrðum úthlutunarregla eða ef umsókn er ekki fyllt út skv. leiðbeiningum og reglum áskilur úthlutunarnefndin sér rétt til að hafna henni.

Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum, og eru umsóknarform aðgengileg hér: https://myndstef.is/hofundar/styrkir/umsoknir/

 

Vakin er athygli á því að þeir sem hlotið hafa styrk frá Myndstef skulu gera skriflega grein fyrir ráðstöfun fjárins eigi síðar en umsóknafrestur styrkja næsta árs rennur út. Frekari styrkveitingar eru háðar því að styrkþegi geri grein fyrir ráðstöfun fyrri styrks og að honum hafi verið varið til verkefnisins í samræmi við upphaflegan tilgang.

Hér má nálgast skilagreinar styrkja: https://myndstef.is/hofundar/styrkir/skilagreinar/

Við hvetjum alla myndhöfunda um að sækja um verkefnastyrk hjá Myndstef
— Stjórn Ljósmyndarafélags Íslands

Kári Sverris flytur fróðlegan fyrirlestur um leiðina að markmiðunum.

Málþing í tilefni 95 ára afmælis Ljósmyndarafélags Íslands

Ljósmyndarafélag Íslands stóð fyrir málþingi í tilefni 95 ára afmælis félagsins í Björtuloftum í Hörpu í dag 13. maí kl. 13.00, og árshátíð í kjölfarið kl. 19.

Dagskrá málþingsins hófst stundvíslega kl. 13.00 og Laufey Ósk, forkona Ljósmyndarafélags Íslands, setti málþingið og Jóhanna Vigdís viðskiptastjóri félagsins hjá Samtökum Iðnaðarins stjórnaði málþinginu af röggsemi, og kynnti til leiks frábæra fyrirlesara sem fjölluðu um mismunandi tegund ljósmyndunar sem fróðlegt varð að fylgjast með og upplifa. Eftirfarandi aðilar fluttu erindi um sína atvinnu sem ljósmyndarar.

  • Kári Sverriss - Leiðin að markmiðunum

  • Kristín María Stefánsdóttir - Að vera ekki allra

  • Gunnar Svanberg - Framleiðsla fyrir myndbanka

  • Rán Bjargardóttir - Nýburaljósmyndun

    Frábær mæting var á málþingið og ótrúlega margt sem við fræddumst um sem fagmenn í ljósmyndun. Stjórn og félagsmenn Ljósmyndarafélags Íslands þakka fyrirlesurum kærlega fyrir upplifun dagsins. Eftir málþingið var svo haldið til árshátíðar ljósmyndara og nutum við vel samveru í ótrúlega flottri kvöldbirtu og sólarlagi sem helltist yfir okkur við borðhaldið. Skemmtiatriði, tónlist og söngur, sem sjá má á myndum sem Guðmundur Viðarsson gjaldkeri félagsins og ljósmyndari tók við tilefnið.

Ræða Laufeyjar forkonu Ljósmyndarafélags Íslands

Sæl og verið hjartanlega velkomin. 

Ég heiti Laufey Ósk og er forkona Ljósmyndarafélags Íslands. Mig langar örstutt að nýta þetta tækifæri til að segja ykkur frá félaginu og því sem fram undan er.  

Ljósmyndarafélag Íslands er hagsmunafélag ljósmyndara, fagfélag. Hvað þýðir það? Sem betur fer er hægt að túlka hagsmuni fremur vítt. Svona félagsstörf eru, eða eiga að vera, lifandi og fá að þróast í takt við meðlimi félagsins. Hver og ein stjórn getur því í samvinnu við félagsmenn mótað starf hvers árs. Stjórnin í dag leggur áherslu á sameiningu allra starfandi ljósmyndara og félagslega þáttinn fyrir þau. Að við fyrst og fremst kynnumst og styðjum hvert annað. Sýningahald á 3-5 ára fresti væri einnig ákjósanlegt. Stjórnin hefur unnið vel saman en mig langar sérstaklega að þakka Gumma og Rán fyrir að taka mikla ábyrgð og vinnu með mér. 

Angar félagsins teygja sig víða eins og sést á þessari mynd og hlutverk okkar í LÍ afar mikilvægt í stærra samhengi. Þetta er eitthvað sem ég áttaði mig ekki á þegar ég byrjaði í félaginu. Í þessu ljósi er enn mikilvægara að hópur ljósmyndara í Ljósmyndarafélagi Íslands sé fjölbreyttur og fjölmennur, til að við virkilega getum talað máli stéttarinnar í heild. Skýringarmynd á skjá.

Eins og sjá má á myndinni eru möguleikar á erlendu samstarfi í gegnum okkar félag margir. FEP ( Federation of European Professional Photographers ) er nýjasta viðbótin. Við skráðum okkur og fengum inngöngu þar í nóvember 2021. Í byrjun þessa árs, 2022, skrifuðum við einnig undir viljayfirlýsingu við menningarráðuneytið í Póllandi um samstarf milli landa í umhverfisvitundar verkefni sem færi fram í báðum löndum árið 2023 ef styrkur fæst. Þrír ólíkir ljósmyndarar frá hvoru landi.  

Stöðugt eru samfélög höfunda um allan heim, eins og t.d. Myndstef á Íslandi, að standa vörð um höfundarrétt sem er afar mikilvægt starf. Núna til 25. maí er einmitt inn á samráðsgátt stjórnvalda spurningalisti til hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun (ESB) 2019/790 um höfundarétt og skyld réttindi á stafræna innri markaðnum. Afar mikilvægt er að við ljósmyndarar svörum þessu og leggjum inn umsögn. Þetta gæti skipt sérstöku máli fyrir myndhöfunda á fjölmiðlum en í raun alla. Ef einhver vill taka þátt í þessu með okkur þá endilega heyrið í mér. Myndstef og Harpa lögfræðingur þar er okkar helsti bakhjarl í þessum málum.  

Talandi um bakhjarla þá gerðu nokkur fyrirtæki okkur kleift að afhenda hreint stórglæsileg verðlaun á norrænu sýningunni okkar hér í Hörpu í febrúar síðastliðnum og vil ég hér aftur þakka þeim stuðninginn. Það voru Canon sem eru hér í dag með kynningu, Sony, Hugbúnaðarsetrið og Beco. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heiðraði okkur með nærveru sinni á hátíðlegri opnuninni og þökkum það líka. Takk takk. 

Framundan eru spennandi tímar og þá ekki síst fyrir ljósmyndanema. Það eru horfur á lofti um töluverðar breytingar á starfsnámi nema sem læra hjá Tækniskólanum. Ný reglugerð sem tók gildi árið 2021 opnar á nýja möguleika í þeim efnum og ýmsar hugmyndir eru á lofti. Rafræn ferilbók hefur verið tekin í notkun svo að hæfni nemenda stýrir námstímanum í starfsnámi, ekki vikurnar, og skólinn sér um utanumhald. Þetta gefur okkur í atvinnulífinu tækifæri á að hafa áhrif á starfsnám nemenda, vinna með skólanum og stuðla að enn öflugri nýjum ljósmyndurum. 

Við ætlum að halda áfram að hittast og hafa gaman í Ljósmyndarafélagi Íslands. Viðburðir okkar síðustu 18 mánuði hafa verið vel sóttir. Þar lærum við hvert af öðru og kynnumst. Það er gaman að starfa fyrir félagið og fyrir ykkur ljósmyndara. Ég vil hvetja alla til að skrá sig og bjóða sig fram í störf fyrir félagið. Ef við erum mörg virk í starfinu verður það auðveldara fyrir hvern og einn um leið og félagið byggist upp. Ég hef fulla trú á að það séu fleiri sem vilja hafa jákvæð áhrif á líf og störf ljósmyndara og ljósmyndanema á Íslandi næstu árin. 

Ég þakka ykkur kærlega fyrir að koma, gaman að sjá ykkur svona mörg, og býð Hönsu velkomna á svið. Hún er viðskiptastjóri okkar hjá Samtökum Iðnaðarins og ætlar að stýra þinginu.



Ljósmyndarafélag Íslands 95 ára heldur samnorræna ljósmyndasýningu í Hörpu í tilefni afmælisins.

Frá afhendingu verðlauna Ljósmyndarafélags Íslands á 95 ára samnorrænni ljósmyndasýningu þann 18. febrúar 2022 í Hörpu. Ljósmynd: Rán Bjargar.

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson veitti verðlaun fyrir eftirfarandi flokka:

Fyrir úrvalsljósmynd í flokki landslagsmynda: Heida HB

Fyrir úrvalsljósmynd í flokki frétta- og heimildamynda: Sigurður Ólafur Sigurðsson.

Fyrir úrvalsljósmynd í flokki auglýsingamynda: Aldís Pálsdóttir.

Fyrir úrvalsljósmynd í flokki Portrettmynda sem jafnframt var stigahæsta mynd sýningarinnar: Aldís Pálsdóttir.

Á ljósmyndinni eru frá vinstri er Guðmundur Viðarsson gjaldkeri LÍ, Laufey Magnúsdóttir formaður LÍ, Aldís Pálsdóttir ljósmyndari, Guðni Th. Jóhannsesson forseti Íslands, Heida HB ljósmyndari, Sigurður Ólafur Sigurðsson ljósmyndari og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins.

Ljósmyndarfélag Íslands þakkar stuðningsaðilum sýningarinnar sérstaklega fyrir ómetanlega aðstoð í þágu ljósmyndunar á Íslandi.

Origo / Canon á Íslandi - Halldór Garðarsson / Sony - Eyjólfur Jóhansson

Beco - Baldvin Einarsson

Adobe á Íslandi / Hugbúnaðarsetrið ehf . / Einar Erlendsson

www.ljosmyndaprentun.is / Benedikt Sigurgeirsson sem sá um prentun allra ljósmynda á sýningunni.

Samtök Iðnaðarins / Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sigurður Hannesson, Margrét Kristín Sigurðardóttir og Berglind E. Guðjónsdóttir.

Sýningin var haldin þann 18. febrúar 2022 í Hörpu Ráðstefnuhúsi, en sýningin var fyrst fyrirhuguð í Nóvember 2021 á afmælisári félagsins en var frestað vegna COVID takmarkana sem þá voru í gildi.

Verðlauna ljósmynd Aldísar Pálsdóttur í íslensku hluta sýningarinnar.

Þökkum Origo, Canon á Íslandi, fyrir mikilvægan stuðning við Ljósmyndarafélag Íslands

〰️

Þökkum Origo, Canon á Íslandi, fyrir mikilvægan stuðning við Ljósmyndarafélag Íslands 〰️





CANON EOS R5 var að lenda….Smelltu til að skoða.

CANON EOS R5 var að lenda….Smelltu til að skoða.

Viðburðir framundan

Ljósmyndarafélag Íslands er vaxandi félag með fjölbreytta flóru félagsmanna. Við reynum að halda úti metnaðarfullri dagskrá fyrir félaga okkar og stundum bara alla sem hafa áhuga á ljósmyndun. Við viljum líka vita af öllu ljósmyndatengdu þó að það sé ekki á okkar vegum til að setja hér inn. 

Eitthvað að gerast?

Ert þú með eða veist þú um einhvern ljósmyndatengdan viðburð sem ætti að vera á dagatalinu okkar? Sendu okkur póst stjorn@ljosmyndarafelag.is og við skellum honum inn. 

Kíktu á viðburða dagatalið

〰️

Kíktu á viðburða dagatalið 〰️

Hagstætt Auglýsingapláss