FAGLEGT STARF

ljósmyndari

Menntun er máttur

FÉLAG FAGMANNA

Ljósmyndarafélag Íslands hefur í áratugi verið faglegur vettvangur ljósmyndara til að hittast og læra af hverjum öðrum. Félagið hefur staðið fyrir margvíslegum námskeiðum og tekið þátt í Iðnaðardögum á vegum Samtaka Iðnaðarins. Faglegur metnaður félagsmanna til að læra og miðla til félagsmanna er meðal helstu markmiða félagsins. Félagar í Ljósmyndarafélaginu njóta góðs af aðild að Samtökum Iðnaðarins á margvíslegan hátt  en það er mikilvægt að njóta viðurkenningar í svo öflugu neti fyrirtækja í iðnaði á Íslandi.

Ljósmyndun er löggilt iðngrein. Starfsvettvangur ljósmyndara er fjölbreyttur og á mörgum sviðum sérhæfður. Á ljósmyndastofum eru teknar hefðbundnar portrett myndir, barna- og fjölskyldumyndir, passamyndir o.fl. Myndir dagblaða og tímarita eru teknar af fagljósmyndurum á því sviði – og auglýsinga- og iðnaðarljósmyndarar sérhæfa sig í framleiðslu hágæða myndefnis til notkunar m.a. á umbúðir, í auglýsingar og kynningarefni eða til annarra nota fyrir stofnanir og fyrirtæki landsins.

Ljósmyndarafélag Íslands er fagfélag greinarinnar og samstarfsvettvangur allra fagmenntaðra ljósmyndara í landinu. Markmið félagsins er að efla samvinnu félagsmanna, stuðla að símenntun í greininni og tryggja árangur þeirra á markaði.

Allir sem lokið hafa námi, sem viðurkennt er af Lánasjóði Íslenskra Námsmanna, geta gerst félagsmenn.

Hvað gerir félagið fyrir þig ?

 • Námskeið á vegum félagsins
 • Lögfræðiaðstoð
 • Aðstoð á sviði höfundarréttar
 • Afsláttur af námskeiðum utan félagsins
 • Afsláttur af vörum hjá samstarfsaðilum
 • Ljósmyndaferðir
 • Fræðslukvöld
si

Samtök Iðnaðarins

SAMTÖK IÐNAÐARINS

Félagið og aðildarfyrirtæki þess eru aðilar að SI –  Samtökum Iðnaðarins sem er öflugur vettvangur fyrirtækja á markaði.
Félagið nýtur þar faglegrar þjónustu við félagsmenn um margvísleg málefni er varða þjónustugreinina sem heild.
Sem ljósmyndari og félagsmaður í Ljósmyndarafélagi Íslands nýtur þú þekkingar og reynslu starfsmanna Samtaka Iðnaðarins varðandi mál sem upp kunna að koma í þínum rekstri.
 • Aðstoð við lögfræðileg málefni
 • Þekking á sviði höfundarréttar.
 • SI er málsvari iðnaðar á Íslandi
 • Sterk samtök hafa áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja
 • Við þekkjum þarfir þínar og þú átt greiðan aðgang að faglegri þjónustu á fjölmörgum sviðum
 • Við gætum hagsmuna þinna
1960-1969, vinnustofa, ljósmyndastofa Péturs Thomsen. Myndavél á þrífót, ljós og kastarar í öllum stærðum og gerðum. Gæti verið ljósmyndastofan sem Pétur var með á Ingólfsstræti.

1960-1969, vinnustofa, ljósmyndastofa Péturs Thomsen. Myndavél á þrífót, ljós og kastarar í öllum stærðum og gerðum. Gæti verið ljósmyndastofan sem Pétur var með á Ingólfsstræti.

ÞJÓNUSTUIÐNAÐUR

Þjónustuiðnaður er fjölbreytt starfsgrein og iðnmeistarar í þjónustuiðnaði eru fagmenn á ólíkum sviðum. Það sem sameinar þó alla sem innan þessa hluta iðnaðar starfa, er áhersla á fagmennsku.
Margar iðngreinar í þjónustuiðnaði eru rótgrónar á Íslandi og eiga sér merkan sess í íslenskri menningarsögu. Þess vegna er það hluti af starfi ýmissa fagfélaga á þessu sviði að varðveita merkan þjóðlegan arf meðal annars með útgáfu rita, sýningahaldi og jafnvel rekstri safna. Hitt er jafnvíst að þjónustuiðnaður er vaxandi atvinnugrein á Íslandi sem fjöldi fólks hefur atvinnu af og að heita má allir Íslendingar skipta við, margoft á ári hverju.
Þáttur þjónustuiðnaðar í hagkerfinu er iðulega vanmetinn. Starfsemi gull- eða tannsmiða er dæmigerð fyrir þjónustuiðnað. Þar eru framleiddar tilteknar vörur og um leið er einstaklingum veitt þjónusta. Fyrirtæki eins og hársnyrtistofur eru einnig skilgreind sem þjónustuiðnaður þar sem þau bjóða einstaklingsþjónustu sem byggist á stöðluðum kröfum um starfsmenntun og traustri þekkingu á framleiðsluferlinu. Fyrirtæki í einstaklingsþjónustu eru oftast mannfrek, sem þýðir að stærstur hluti veltu fyrirtækisins byggist á þjónustu starfsfólksins. Fyrirtækin verða að geta brugðist við breytingum í starfsumhverfi og á vinnumarkaði og markaðssetning er þeim mjög mikilvæg. Tækninýjungar í þjónustu eru örar og sífelld þörf er á rannsóknum til að viðhalda eða stækka hlut sinn á markaði.

_MG_0068_small 3 copy

Ljósmynd: Lýður Guðmundsson

  

MENNTUN

Þegar þú lærir ljósmyndun tekur þú þátt í spennandi tímum og upplifir skemmtilega tækni þar sem hugmyndaflugið og hæfileikar í bland fá að njóta sín.  Öll menntun sem byggir á sögu og tækni frumkvöðla gefur þér forskot til að læra að tileinka þér nýja tækni. Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja. Kynntu þér námsmöguleika sem í boði eru á Íslandi og erlendis. Ljósmyndarfélagið býður alla velkomna sem félagsmenn í félagið er lokið hafa viðurkenndu ljósmyndanámi sem lánshæft er hjá Lánasjóði Íslenskra Námsmanna.
Við hvetjum alla sem áhuga hafa á ljósmyndun að afla sér menntunar á því sviði og hafa samband við félagið viljir þú aðstoð eða upplýsingar um nám. Einnig eru félagsmenn félagsins tilbúnir að svara spurningum þínum hvenær sem er.
1972, mannfjöldi með myndavélar á lofti, skákeinvígi Bobby Fischer og Boris Spassky í Laugardalshöll, kvikmyndatökumenn og ljósmyndarar. Stúlkan í miðju er Anna Fjóla Gísladóttir, ljósmyndari, einnig sjást Helgi Sveinbjörnsson ljósmyndari hjá Sjónvarpinu og Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumann hjá Sjónvarpinu

1972, mannfjöldi með myndavélar á lofti, skákeinvígi Bobby Fischer og Boris Spassky í Laugardalshöll, kvikmyndatökumenn og ljósmyndarar.
Stúlkan í miðju er Anna Fjóla Gísladóttir, ljósmyndari, einnig sjást Helgi Sveinbjörnsson ljósmyndari hjá Sjónvarpinu og Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumann hjá Sjónvarpinu

GÆÐI

Þegar þú kaupir þjónustu af félagsmanni í Ljósmyndarafélagi Íslands þá getur þú verið viss um fagleg vinnubrögð og faglegan metnað. Allir þeir ljósmyndarar sem þú velur til verksins hafa menntun við hæfi og áratuga reynslu í ljósmyndun. Það er skemmtilegt að velja úr hópi þeirra en allir hafa þeir þróað með sér sinn stíl í töku ljósmynda og samskipti við viðskiptavini. Það er gaman að vinna með fagmönnum sem hafa menntun og reynslu við hæfi. Kíktu á síðurnar þeirra og pantaðu fagmann í verkið. Kíktu á síðuna félagsmenn.
1904-1910, kona við störf á ljósmyndastofu, líklega ljósmyndastofan Atelier Moderne í Templarasundi í Reykjavík, sem Bjarni Kristinn Eyjólfsson (1883-1933) (Chr. B. Eyjólfsson) starfrækti í Reykjavík á árunum 1904-1910.

1904-1910, kona við störf á ljósmyndastofu, líklega ljósmyndastofan Atelier Moderne í Templarasundi í Reykjavík, sem Bjarni Kristinn Eyjólfsson (1883-1933) (Chr. B. Eyjólfsson) starfrækti í Reykjavík á árunum 1904-1910.

FAGMENNSKA

Lögverndun á sér langa sögu í ljósmyndaiðninni en í stuttu máli var lögverndun sett á árið 1930 sem hluti af neytendavernd og til að tryggja fagmennsku í greininni. Ljósmyndarafélagið telur að bæði menntun og lögformlegar skyldur til að starfa í greininni séu jafn mikilvægar nú eins og árið 1926.  Það tryggir neytendum að í faginu sé einungis lærðir fagmenn með réttindi til að taka að sér verkefni sem krefjast gæðavinnu á öllum sviðum. Félagar í félaginu hafa allir sinn faglega metnað til að skila góðu verki sem þú sem kaupandi getur verið ánægður með.
Félagið vinnur nú að innri skipulagningu og nýjunga sem líta munu dagsins ljós á komandi mánuðum.
ljosmyndFAGLEGT STARF