HÖFUNDARRÉTTUR

MYNDSTEF

MYNDHÖFUNDA- SJÓÐUR ÍSLANDS

Ljósmyndarafélag Íslands er aðili að Myndstef, samtökum myndhöfunda á Íslandi.

UM MYNDHÖFUNDARRÉTT

Ekki má nota eign annars manns nema með leyfi eigandans.
Þetta gildir jafnt um hlutlæg sem huglæg eignaréttindi. Höfundaréttur telst til huglægra eignaréttinda og þess vegna verður sá sem vill nota verk sem eru bundin höfundarétti að fá leyfi höfundar/Myndstefs til afnotanna og inna af hendi sanngjarna þóknun fyrir þau.

Öll afnot af höfundarétti er tvíþætt – önnur hliðin snýr að höfundinum  en hin hliðin að almenningi – neytandanum.

HVAÐ ER HÖFUNDARRÉTTUR?

Það er réttur höfundar til þess að ráða yfir verki sínu og banna eða heimila notkun á því. Þetta á t.d. við birtingu myndverka í bók eða blaði í sjónvarpi eða á netinu svo nokkur dæmi séu nefnd. Öll notkun verka sem háð eru höfundarétti kalla því á leyfi höfundar/Myndstefs og skylda notandann til að greiða hæfilega þóknun fyrir.

HVAÐ ER SÆMDARRÉTTUR?

Önnur hlið höfundaréttarins er sú sem snýr að sæmd höfundar og bannar að breyta verki hans eða afskræma og er þessi réttur ekki framseljanlegur. Í þessu felst ennfremur skylda þeirra sem birta verk að geta nafns höfundar og heitis verks. Sæmdarrétturinn gildir um öll verk án tímatakmörkunnar.

1980-1990, Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari við kvikmyndasýningarvél.

1980-1990, Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari við kvikmyndasýningarvél.

 

ljosmyndHÖFUNDARRÉTTUR